Birtingur - 01.07.1955, Side 4

Birtingur - 01.07.1955, Side 4
meiri fögnuði en œsktiverk hans, Vefarann mikla, af því að ég var svo ungur þá og hún sýndi mér heiminn í njju Ijósi. En hvar skal hcett? Þessi fáu orð eru skrifuð til þess eins að árna meistaran- um heilla og votta honum aðdátm mína og þakk- lceti. Snorri Hjartarson, skáld. Ég varð glaður þegar ég frétti að Halldór hefði fengið Nobelsverðlaunin. Ég hafði aldrei í alvöru þorað að vcenta þess. Snilld hans og yfirburðir sem höfundar mátti raunar cetla að allir skynbcerir menn kymiu að meta. Hitt fannst mér með fullum ólík- indum að svo rismikill manndómur, sem hann er gceddur, yrði fyrirgefinn. En þetta varð. Sigur hans er því glcesilegur og alveg tvímcelalaus. Akademíunni má líka óska til hamingju, því hún hefur í þetta sinn hafið sjálfa sig um leið og þann mann er hún veitti verðlaunin. Þorst. Ö. Stephensen, leikari. Það sem mestu máli skiptir er að þessi nóbelsverð- launaveiting bendir heiminum á ísland. Það eru til þjóðir, já, stjórnmálamenn, menntamenn og skáld, sem vita það eitt um ísland að hér sé amerísk her- stöð. Þeir hafa ekki hugmynd um að til séu bækur á íslandi. Nú kunna þessir sömu menn að líta upp og spyrja: Ur því að þessi þjóð á svo sterka menn- ingararfleifð að geta alið slíkan rithöfund, er þá rétt að láta það viðgangast að stórþjóð gleypi hana í sig og eyðileggi menningu hennar? Það er þetta, 'sem mér finnst skipta mestu máli, að aðrar þjóðir kunni að fá það álit á íslenzkri þjóð að þcer telji hana verðskulda að vera frjáls. Þess vegna er það mikil hamingja fyrir Island að Kiljan skyldi fá nóbelsverðlaunin. Jón Óskar. Mór finnst Halldór hafa átt Nóbelsverðlaunin skilið miklu fyrr og samgleðst honum og samtímis gleðjumst við allir. Þetta er mikill persónulegur sigur fyrir hann en þar að auki sigur fyrir íslenzkan anda. Ég þekkti Halldór Kiljan þegar sem ungling. Djörfung hans og hugrekki ýtti undir sköpunarmátt minn — ef hann er þá nokkur. Við vorum beztu vinir ungir og ég man ég heim- sótti hann í lítið herbergi í Kaupmannahöfn. Það var lélegt en hann notfœrði sér það skraut sem var tiltækt og betrekkti með dagblöðum. Nú hefur hann sigrað heiminn eins og hann ætl- aði sér. Ásmundur Sveinson, myndhög-gvari. Fáum stórtíðindum hefur verið jafn almennt og innilega fagnað og fregninni um að Halldór Lax- ness hefði fengið Nóbelsverðlaunin. Hvar sem menn hittust óskuðu þeir hver öðrum til hamingju og meðtóku hamingjuóskirnar eins og þeir hefðu sjálfir hlotið þessa miklu sæmd. Eitt er víst: Sjald- an hefur einn maður gert jafn mikið fyrir heila þjóð! — svo ég víki aðeins til ummælum Church- ills um brezku flugmennina í síðustu styrjöld. ]ón Sigurðsson lagði hornsteininn að sjálfstæði voru. Halldór Laxness hefur gert rétt Islendinga til sjálfstæðisins óvéfengjanlegan. Ég óska Halldóri til hamingju með þá giftu. Hannes Sigfússon, skáld. A slíkri stund sem þeirri er fregnin um Nóbels- verðlaunin handa Laxness barst er hætt við að við tölum af okkur. Hætt við að hrifningin leiði okkur í gönur. Hvað getum við sagt um verk Laxness? Við njótum þeirra hið sama t fyrsta sinn og síðasta sinnið og öll þau ótal skipti þar á milli sem við lesum þau. Mín kynslóð hefur alizt upp við þau. Við höf- um alizt upp við það að þurfa ekki að vera svo bangnir við útlandið eins og margir á undan okkur voru, Við vissum að við áttum snilling sem við gátum feimnilaust boðið hverjum að lesa hvaðan 2

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.