Birtingur - 01.07.1955, Síða 5
sem sá kom og verk þessa snillings hafa verið stolt
okkar og hvöt til að hugsa á heimsvisu og þó
jafnframt íslenzkar en annars.
Við sem höfum stundum snapað okkur skild-
ing með því að fara með evrópufólk að sýna þeim
landið (stundum á örfáum klukkutímum) höfum
ekið framhjá lotísi skáldsins þaðan sem sólin sést
fegurst vakna uppúr og sofna í flóann — og bent
þeim á húsið og sagt þeim hver þar byggi með því
stolti eins og við hefðum sjálf hjálpað honum að
skapa verk sín.
Nú er það orðið sem við höfum spáð án þess
að trúa því œvinlega að þeir sem ráða þessu hefðu
vit á því: að veita Laxness Nóbelsverðlaunin sem
við vissum svo lengi hann eiga kröfu á. Og þeir
komust ekki hjá því.
Þetta er cevintýrið um gáfur sem verða ekki
bceldar og sterkan vilja sem ekkert stöðvar, um
rnanninn sem sigrar eingöngu á verðleikum, býð-
ur hcettum heim, storkar þeim mönnum hvencer
sem fceri gefst sem sumir halda ekki sé ráðlegt að
styggja.
Manninn, sem sigrar af því að það er ekki hcegt
að standa á móti yfirbmðum hans hversu mjög
sem sumir vildu: snillinginn.
Og við sjáum enn hvernig ýmsir geta ekki eitt
augnablik afneitað smceð sinni gagnvart sigri þessa
manns sem hefur hlotið ceðstu staðfestingu sem
til er opinber.
Þeir eru til sem þykir þeir eigi mjög Laxness
að þakka örvun viðleitni sinnar til orka verulegu
umfram nauðsyn virkra daga hvort sem ncest eða
nœst ekki — því dcemi hans hefur heimtað af okk-
ur dirfsku og krafizt þess að við þyldum ekki það
sem okkur virtist smátt og auðvirðilegt en leituðum
eftir því stóra.
Hvernig sem það vinnst sem er annar hand-
leggur.
í dag fagnar ísland snillingi sínum sem kemur
heim krýndur lárviðarsveig heimsins.
Thor Vilhjálinsson.
Enginn íslendingur er betur kominn að bók-
menntaverðlaunum Nóbels en Halldór Kiljan Lax-
ness. Hann er eitt Ijósasta dcemi þess hvernig stór-
brotnir hæfileikar og þrotlaust starf skapa séníið.
Hinn mikli og verðskuldaði sigur snillingsins á
Gljúfrasteini vekur ekki aðeins hjá mér djiipa gleði,
hann hlýtur einnig að eggja okkur öll, sem fáumst
við Ustir, til nýrra átaka.
Þorvaldur Skúlason, listmálari.
Halldór Kiljan Laxness hefur öðrum núlifandi
íslendingum fremur hafizt af sjálfum sér. Vegna
persónulegra verðleika flytur hann bókmennta-
verðlaun Nóbels fyrstur manna heim til Islands.
Astæða er til að taka það fram af því að vart hefur
orðið viðleitni — að vísu fjarska upþburðarlítillar
— að drepa þeirri staðreynd á dreif. Hann hlaut
snilligáfu í vöggugjöf, og honum hefur veitzt það
sem mig minnir hann hafi sjálfur talið listamanni
dýrmætara en flest annað: góð heilsa. Þess vegna
hefur hann getað risið undir þeim ofurþunga ver-
aldlegra erfiðleika sem- jafnaðarlega hvíla enn
þyngra á listamönnum en öðru fólki, getað aflað
sér hámenntunar á heimsvísu og ritað þar að auki
ódauðlegar bækur svo miklar að vöxtum að skrif-
stofustúlka þættist varla ofhaldin af Nóbelsverð-
laununum fyrir að vélrita þær í hendur setjurunum.
Af stórhug og heilbrigðum metnaði fyrir sjálfs sín
hönd og þjóðar sinnar setti hann snemma markið
hátt, og hann hefur þrætt einstigið alla tíð án
ótta eða hiks. Með áræði sínu og andans snilli
hefur hann unnið hugi allra sem eru nógu stórir
í sniðum til að gleðjast yfir hverjum sigri fullhug-
ans eins og sínum eigin, ekki sízt þeim síðasta og
stærsta — og eins og vænta má um mann sem stýrir
jafn flugbeittum penna hefur hann einnig eignazt
svarna andstæðinga og öfundarmenn. Þess vegna
hefur aldrei verið þögn um Halldór Ktljan.
Það er fágætt að jafn miklir og margvíslegir
hæfileikar og Halldóri eru gefnir sameinist hjá
einum manni, enn sjaldgæfara að forsjónin sendi
lítilli þjóð svo mannvænlegan sonltil fósturs, enda
3