Birtingur - 01.07.1955, Síða 7

Birtingur - 01.07.1955, Síða 7
iðju áfram. Þetta minnir óþœgilega á kaupmann einn á Nýja-Islandi. Þegar Halldór Laxness var í Kanada 1926, ferð- aðist hann um íslendingabyggðirnar og las upp nr verknm sínum. Meðal annars las hann söguna Frá Nýja-Islandi, þá nýsamda. Þegar hann hafði lokið lestri sögunnar, stóð upp kaupmaður nokkur og skammaði Halldór og sagði, að ungmenni ný- komið að heiman, skyldi ekki ætla sér þá dul, að það vœri fœrt um að skrifa sögu frá Nýja-Islandi, það vceri aðeins á fœri þeirra, sem þar hefðu alið aldur sinn. Síðan mútaði hann gömlum auðnu- leysingja með brennivínsflösku til að elta Halldór og endurtaka skammirnar hvar sem hann kom fram. Kristjáni Albertssyni er auðvitað guðvelkomið að halda áfram iðju Lalla gamla, en hvimleitt er það, ekki sízt gömlum góðkunningjum hans. Hér er ekki stund né staður til að taka þetta mál til rœkilegrar meðferðar, en hitt má Kristján Alberts- son vita, að níðingum, sem svikja cettjörð sína, verður aldrei fyrirgefið af neinum œrlegum íslend- ingi. Atómstöðin blífur. Annars er það erfitt fyrir mig að setja heilla- óskir mínar til Halldórs á blað. Það er eins og að óska bróður sínum opinberlega til hamingju. Slíkt gerir maður í einrúmi. Sú var tíðin að við sultum saman heilu hungri í San Francisco, eða lifðum dögum saman á haframjöli og svörtu kaffi. En nú er öldin önnur . . . Ma&nús Á. Ámason, listmálari. Að öllum jafni cetti maður líklega að varast cetlci sér að hlaupast á brott með öllu meira af heimsmenningunni í einni ferð heldur en maður getur borið. En allra sízt œtti maður að reyna að stela frá henni lárviðarskáldi. Því allir sem hafa urrað að snillingum fyrr og síðar hafa varið mann- dómi sínum til þess eins að verða ein pínulítil ástceða fyrir aukinni stcerð þeirra. Þeir sem hafa varið til þess ceviárum sínum að bíta í hcelana á Halldóri Kiljan Laxness geta nú í sínu umkomu- leysi huggað sig við það að hafa ekki verið þess umkomnir að rœna hann þeim sigrum, sem veittu honum lárviðarkransinn er hann hefur lagt á altar þeirra eigin tungu. Stefán Hörður Grímsson, skáld. Þegar miklir atburðir gerast eiga litlir menn að þegja. Steinn Steinarr, skáld. Rödd írá 1932: „Og nú höfum við eftir margra alda niðurlceg- ing eignazt aftur á tungu okkar skáldverk sem sambcerilegt er við fornritin og skáld sem er líklegt til að geta sannað tilverurétt okkar að nýju meðal þjóðanna. Halldór er ungur og fullhugi. Það er erfitt fyrir stórskáld að lifa með svona fámennri og einangraðri þjóð. íslenkir listamenn hafa um langan aldur verið dcemdir til að visna og forpokast. Svo vitnar saga þjóðarinnar. Við verð- um að óska þess að Halldór láti ekki smceð þjóð- ar sinnar í neinu hefta flug sitt, að hann haldi sína eigin leið, hugreifur og djarfur svo sem gert hefur hingað til, og mceli sig eingöngu við stór- menni. Hins vegar vceri það sómi þeirrar kynslóðar sem ILalldóri er samferða og honum er skyldust, að efla hann til höfðingja. Við höfum ekki efni á því að draga stórskáldið niður. Smáskáld verða alltaf nóg til. Kristinn E. Andrésson. — í ritdómi utn Sölku Völku. IÖunn 1912 — L 5

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.