Birtingur - 01.07.1955, Page 9

Birtingur - 01.07.1955, Page 9
mana manns. Þetta viðhorf til mannanna rek- umst við svo víða á að manni sést gjarnan yfir að það á upptök í kristni. í hinu mikla verki Erich Auerbach: Mimesis sem fjallar um þróun raunsæis í bókmenntum Vestur- landa, en við höfum ekki notað okkur sem vert væri, er þetta viðhorf til manneskjunn- ar rakið frá því það kemur fyrst fram í dul- hyggju (mystik) á síðari hluta miðalda og greint frá því hvernig þess gætir m. a. hjá höfundum eins og Shakespeare og Dosto- jefsky. Þesskonar raunsæi hefur verið kallað hið „skepnu-lega“ (kreaturlig) vegna þess að það dregur svo skýrt fram veikleika manns- ins sem skapaðrar veru er þjáist og for- gengur. Líf og dauði Krists og píslarvott- anna gaf fyrirmyndina að þessum máta að lýsa manneskjunni. Þegar Peter Hallberg Hkir Bjarti við Lear konung í Verðandi- ritlingi sínum um Laxness þá er þar meiri sannleikur fólginn en honum virðist sjálfum Ijóst. Hallberg bendir til lokaþáttarins í skáld- sögunni er Bjartur stendur með dauðvona dóttur í fangi en allt er hrunið til grunna um- hverfis hann. Sá samanburður er því aðeins réttmætur að upplausnin öll sé byggð á sama viðhorfinu til manneskjunnar og tíðkaðist hjá Shakespeare, sá skilningur á manneskjunni getur staðizt án þess að styðjast við kristna trú. Það er fróðlegt að vita það að Laxness var kaþólskur um skeið áður en hann gerðist sósíalisti. Kristindómurinn virðist hafa haft varanleg áhrif á viðhorf hans til manneskj- unnar í því þjóðfélagi sem hann lýsir, það köllum við hið borgaralega skipulag. Lokaniðurstaða Bjarts verður ekki sú að rísa upp gegn þjóðfélaginu. Hann neyðist að vísu til að deila brauði við nokkra verkamenn í verkfalli en Laxness lætur af snilldarlegri rökvísi sinni honum virðast það niðurlæging. Einn sona hans verður fulltrúi þeirra sem stefna til fyrirmyndarríkisins og gengur í flokk verkfallsmanna. Bjarti verður ekki snú- ið til sósíalisma en reynsla hans opnar honum nýjar leiðir í þeirri luktu veröld sem hann lifir í með því að vekja tilfinningar hans af svefni, samúðina. Hann tekur aftur til sín eftirlætisdótturina Ástu Sóllilju er hann hafði hrakið frá sér ófríska. Eins og Ólafur Kárason er Bjartur fanginn innan ramma hins gamla þjóðfélags, þjóðfélagsins þar sem samúðin er hin eina brú milli mannanna. Það skilur með Sölku Völku og öðrum aðal- persónum Laxness að hún tekur algerum sinnaskiptum. Fátæka fiskistúlkan í bókinni sýnir okkur líka ósigur manneskjunnar sem einstaklings þar sem hún er þrælkuð af bar- áttunni fyrir tilveru sinni. En þegar allt hið andlega varnarkerfi hennar, sem hún hefur byggt upp með svo miklu erfiði, er brotið á bak aftur, þá verður henni ljóst að vettvang- ur hennar er meðal öreiga fiskiþorpsins þar sem henni var ætlaður staður frá upphafi og hún gengur í verkalýðsfélagið. Þetta er full fræðilega byggt upp hjá sjálfum Laxness en þetta bendir til meginskoðunar höfundar- ins á sama hátt og þróunin hjá Bjarti, þeirr- ar: að loks þegar manneskjunni verður ljós' sitt algera umkomuleysi þá getur hún leitað félags við aðra. Fyrir Sölku Völku táknar þetta líka að ástin nær tökum á henni. Samúð Bjarts brýzt fram þegar hinn eirðarlausi sjálfsbjargarmetnaður leiðir hann að þrotum. Salka gengur í lið með öreigunum þegar hún stendur afhjúpuð, nakin. Þessi svartsýnislega manngerð hlaut að geta orðið þeim höfundi vandamál sem skipar skáldskap sínum í þjón- ustu ádeilunnar. Það hefði mátt ætla að á þjóðfélagsádeilunni hlyti að verða hlé þar sem leiftursýn yfir hin sönnu kjör mann- eskjunnar í tilverunni tók við. Að miklu leyti leysir Laxness vandamálið með því að venda kvæði sínu í kross. Ljóst er að aldrei gæti hann leiðzt til þess að beita bölsýni sinni til 7

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.