Birtingur - 01.07.1955, Page 10
að hindra umbætur á ytri kjörum manneskj-
unnar. Þar skilur með honum og mörguir
kristnum bölsýnismönnum. Þvert á móti
gengur Laxness út frá því að manneskjuna
verði að vernda einmitt vegna veikleika henn-
ar. Hin bölsýna skoðun hans á manneskj-
unni gengur í þjónustu þjóðfélagslegrar
vandlætingasemi hans. Það hlítir listrænum
rökum að í sósíalistisku niðurstöðuna glittir
aðeins á síðustu blaðsíðum Sjálfstæðs fólks.
Meðal annars gerir þessi hófsemi í uppbygg-
ingunni Sjálfstætt fólk að meiri bók en Salka
Valka er.
Með yfirburða nærfærni tekst Laxness að
ná líkum árangri í skáldsagnabálknum um
skáldið Ólaf Kárason. Hér er vandlæting
hans margþættari en nokkru sinni fyrr, og
þó er auðveldara að greina milli þess sem
hann deilir á og hins sem hann sættir sig við.
Dostojefsky hefur verið nefndur í sam-
bandi við Ólaf Kárason og það er engan veg-
inn fráleitt. I Ólafi er gæzka Myskins fursta
og einfeldni, líka glöggskyggnin sem stafar
af því að báðir lifðu þeir lengi utan við mann-
félagið, sá rússneski fursti í myrkri vitfirr-
ingarinnar, hinn íslenzki hreppsómagi í ein
angrun vegna sjúkleika. Hann er maður upp-
ljómunarinnar eins og Myskin fursti og
Alosja Karamazoff báðir en það gerir hann
einlægt framandi mann í tilverunni. Einn er
sá kafli í skáldsagnaflokknum sem vekur al-
menna aðdáun er vert væri að stjaldra við
og skoða innan þess þrönga sjónarhrings sem
hér er gert. Það er samræða Arnar XJlfars,
vinar skáldsins, og hans við dánarbeð dótt••
urinnar, sá þáttur hefur sömu meginþýðingu
sem sagan af yfirrannsóknardómaranum í
Bræðrunum Karamazoff.
örn Úlfar sem sækir Ólaf heim þá nótt
er hann vakir yfir lítilli dóttur sinni dauð-
8
vona, hann er líka skáld en þess utan sósíal-
isti. Hann er virkur í baráttunni fyrir bætt-
um lífsháttum fólksins í Sviðinsvík. Ólafi
þykir hann hafa ásjónu Ijónsins er hann rek-
ur höfuð sitt allt í einu inn í hreysi skáldsins,
og það er ekki neinn fagurgali þvi ljónið hefur
„það andlit sem veit sig eiga allskostar við
alla og er þess vegna hið fullkomnasta andlit
jarðarinnar og það andlit sem er manninum
fjarst.“ Ólafur Kárason er gagntekinn
þeirri þrá að þær þjáningar sem ríða i boða-
föllum yfir dótturina smáu mættu brotna
á honum sjálfum í staðinn. Yfir deyjandi
stúlkubarninu kemur ljóst fram sú andstæða
í mannlegu viðhorfi sem skilur með Erni Úlf-
ari og Ólafi. — Ólafur heldur hér fram hinu
„skepnu-lega“ (kreaturliga) viðhorfi til mann-
anna, breyskleika þeirra. Hann getur aðeins
gleymt því andartak að manneskjan er mold-
arvera, Örn veit að hún er það ekki. Kær-
leikurinn til annarra er að hyggju Ólafs mik-
ilvægastur alls, örn veit að einungis rétt-
lætið fær borgið manninum undan þeim sem
fótumtroða mannkynið. Ólafur sér eitthvað
mikilfenglegt í því að guðssonur þjáðist á
krossi fyrir mennina í þessu gamla ævintýri
sem hann kallar svo. örn svarar að „með-
aumkunin með mönnunum hafi orðið guðin-
um að bana.“ Ólafur veit að „hægt sé að
berjast fyrir réttlætinu þangað til enginn
maður stendur lengur uppi á jörðinni.“ „Mað-
urinn lifir fyrst og fremst á ófullkomleika
sínum og fyrir hann“. „Maðurinn lifir á sinni
fullkomnun og fyrir hana, sagði Öm Úlfar.“
„Ekki getur þú neitað því Örn, að mann-
eskjan er í eðli sínu fátæk, sagði skáldið.
Manneskjan er í eðli sínu rík, sagði gestur
hans."
Laxness leggur áherzlu á það í næstum
hegelskri framsetningu að andstæð sjónar-
mið leiði hvort af öðru, og það höfum við
þegar séð. Það er vissulega ekki í fyrsta sinn