Birtingur - 01.07.1955, Síða 14
Hinsvegar þykir mér fangelsislýsingin orka
tvímælis. Það sem hér var kallað siðferði-
legur nihilismi en mætti líka kalla samúð,
það snýst í fangelsisþættinum í einskonar
dýrkun, helgisagnarkennda upphafningu
fangans þar sem morðinginn fær að leika eins-
konar konung í krafti glæpsins. Þetta upp-
hafningarbragð verður til þess að gera það
of óraunverulegt.
Svo er ekki um meginþáttinn í skáldsög-
unni, þróun Ólafs. Þar er líkingatæknin fallin
til þess að gefa mannlýsingu dýpt sem virðist
á ytra borðinu aðeins eiga að vera um íslenzk-
an sveitalim sem kastar lífi sínu á glæ á
fullorðinsárum til þess að fylgja flogaveikri
konu af einskærri meðaumkun og reynir af
öllum mætti að vera ekki aðeins þorpsskáld.
Þessi líkingatækni er engin ný bóla í Ljós-
víkingnum. f Sölku Völku verður hennar vart.
En í Sjálfstæðu fólki gætir hennar mjög svo
sem þegar var sýnt í sambandi við lýsinguna
á Bjarti: þátturinn um Kólumkilla, persónu-
gerfing illra afla sem mergsjúga fólkið í
sveit Bjarts, er að vissu leyti lýsing þess
fjárhagslega vægðarleysis sem knésetur
Bjart. í Ljósvíkingnum er líkingatæknin á-
þreifanleg í lýsingunni á aðalpersónunni og
í ástarlýsingunum. Undarlega skrumskæld
vera, leifar þess sem verið hafði einhverju
sinni kona, er sveitin hefur lokað inni og þorir
ekki að sýna yfirvöldunum, verður nokkurs
konar táknmynd þess lífs sem lifað er í Svið-
insvík. Mál Laxness verður loks svo mettað
hugmyndatengslum og inntaki að eitt hvers-
dagslegt orð getur tekið á sig óvæntustu
merkingar í þeim heimi sem hann skapar.
5.
„Við ein takmörk hættir maðurinn að skipta
skapi, en í stað þess vex honum annar hæfi-
leiki, í senn hagnýtara vopn og öflugri hlíf:
hæfileikinn til að þola.“ Þegar Laxness skrif-
ar þetta er hann að gefa margþætta lýsingu
á því hvað heldur skáldi þessu upp úr. Har
hefur framið nauðgun á ófullveðja unglings-
stúlku sem þó er fyllilega mannbær og er
fluttur að lokinni fyrstu yfirheyrslu bundinn
aftan í hest. Hvað veldur því að hann þrauk-
ar? Svarið er: „Ólafur Kárason á ósýnilegan
vin, sem engum mun nokkru sinni takast að
nefna —Hljómurinn, Röddin sem hefur
fylgt honum frá bernsku er orðin að fögnuði
vegna þess að hann á fegurðina, enda þótt
menn hafi tekið allt frá honum. í fangelsinu
er hann nærri því að láta bugast en í svart-
asta myrkrinu kemur Sigurður Breiðf jörð til
hans og segir þrjú orð „Hún heitir Bera“.
Það er margrætt svo jaðrar við meiningar-
leysu. Þess má minnast sem sagt var um
Sigurð Breiðfjörð, fyrirmyndina og verndar-
ann, nefnilega að hann væri „ef til vill byggj-
ari efri heima en fyrr, þar sem hvorki ríkir
litur né form.“ Hið margræða öðlast merk-
ingu í ástarlýsingunni sem á eftir fer. Stúlk-
una sem Ólafur hittir á skipinu á heimleið
kallar hann Beru. Þau orð sem burgu honum
í fangelsinu bentu kannski til fegurðarinna
sem hins frelsandi afls. En þegar Bera deyr
gengur skáldið í átt til jökulsins til að finna
hana og Fegurð Himinsins. Þetta er á morgni
upprisunnar. En það er ekki Kristur sem rís
upp frá dauðum, það er hann sjálfur, segir
Ólafur, þegar hann yfirgefur húsið. Sá sem
sjálfur sagði það hlutverk skáldins að vera
tilfinning heimsins hlýtur dauða píslarvott-
arins. Honum varð ofraun að lifa fegurðina á
jörðinni. Það er tilfinning sem er vakin í
hinni dýpstu niðurlægingu, hinni sárustu
raun. Þetta verður ákæra á hendur lífinu sem
ekki getur hýst slíka kennd. Laxness vogar
í sambandi við fegurðina það sem hann vildi
ekki gera þegar um hugsjónina var að ræða:
að tefla henni fram móti fátækt lífsins. Skáld-
ið ferst, en það gerist á því sviði, sem liggur
12
J