Birtingur - 01.07.1955, Side 15

Birtingur - 01.07.1955, Side 15
utan við seilingu þjóðfélagsádeilunnar. Það verður píslarvottur fegurðarinnar. Laxness hefur sumsé skapað sögnina um skáldið þannig að láta jafnan einhvern þátt í atburðarásinni svara til Kristssagnarinnar. Skáldið hlýtur vígslu, það þjáist, skáldskap- urinn er m. a. kallaður endurleysari sálar- innar, skáldið rís upp frá dauðum. Það má líka segja að þegar öllu er á botninn hvolft þá fylgi Laxness hér því sama viðhorfi til mannanna sem endranær. í því felst þó ekki að hann sé kristinn. Hvað eftir annað bera sögur hans og hugleiðingar með sér hve mjög marxisminn hefur orkað á hann. Hann er frumlegur að því leyti, svo maður tali fræði- lega, hve afburðavel honum tekst að láta það sem eitt sinn taldist sérdeilis kristinn máti að lýsa manneskjunni, þjóna ádeilu sem er jafnframt undir marxistiskum áhrifum. Sé hann kallaður tvíhyggjumaður, þá er þar með gefið í skyn að brú sé milli þeirra tveggja lífsskoðana sem hafa haft svo mikla þýðingu fyrir hann. Jafnvel má líta á skilning hans á ástinni sem afsprengi þessarar tvíhyggju — þar tvinnast andstæður hins hverfula og þess sem er varanlegt. Ástin er annað tveggja fyrstu kynni ungs fólks af hrottaskap lífsins eða hálfóraunveruleg flöktandi hamingja í heimi hverfulleikans. Lífi Ástu Sóllilju er umturnað með nauðgun. Salka geldur ofbeld- is sjómannsins. Fyrir Ólafi Kárasyni er með- aumkunin sönn og varanleg, ástin ótrú. >>Lífið gerist í tveim skautum og er upp á móti sjálfu sér,“ segir Laxness. Það fólk sem skáldið hittir undir jöklinum í lok skaldsagna- bálksins lifir lífi sem er „heilt hjarta en hálft líf“. Hið sanna líf er kannski annað. „Að hafa misst það sem maður elskaði heitast, það er ef til vill hið sanna líf, að minnsta kosti sá sem ekki skilur það hann veit ekki hvað er að lifa.“ 6. Einlægt var Dostojefsky að spyrja í hinum miklu skáldsögum sínum hvernig mætti sporna við upplausnarhneigðunum í rúss- neska þjóðfélaginu, rússneskri hugsun, í skaphöfn hins rússneska manns. Hann hélt þjáningarþoli mannsins fram sem röksemd fyrir tilvist guðs. Úrræði hans voru fólgin í óbrotinni kristni rússneska bóndans. Laxness skrifar í þjóðfélagi þar sem þróun iðnaðarauðvaldsins hefur skipað þjóðfélags- vandamálunum í fyrirrúm. Hann sýnir fram á það í samtímaskáldsögum að manneskjan ferst ef hún treystir aðeins á einstaklings- mátt sinni í stríði við öfl sem hún fær ekki rönd við reist. Þó kemur Laxness jafnvel auga á sitthvað jákvætt í upplausninni eins og til að mynda þegar hún leysir, eins og í sögu Bjarts, manneskjuna undan því að lifa eftir þeim hætti sem gerir hana ómennska. Persónur Dostojefskys og Laxness beggja skynja ríkast gildi manneskjunnar í dreggj- um lífsins. En Laxness snýr því upp í ádeilu á það þjóðfélag sem brýtur mennskjuna nið- ur. Hann boðar nauðsyn þess að mennirnir standi saman einmitt með því að sýna hversu mikið skortir á það. Thor Vilhjálmsson þýddi. 13

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.