Birtingur - 01.07.1955, Side 20
að heyra nafnaþulur samanber óþrotlega iðju
ýmissa við samantektir á ættartölum og
kóngalistum.
Ég veit eiginlega ekki hvar ég ætti að
byrja segir Nína. Ég hef ekkert á móti því
að hafa yfir nokkur nöfn. Mér virðist þeir
upplýstu hér helzt þekkja eina stefnuna. Það
er sú sem kölluð er geometríska abstrakt-
stefnan. Hún er aðallega túlkuð af hópi lista-
manna sem hafa verið kenndir við Denise
René, konu sem starfrækir frægan sýningar-
sal og selur myndir. Þekktastir í þeim hópi
eru Herbin, Dewasne, Deyrolle, Vasarely og
danski málarinn Mortensen. Hér fylgja flestir
ungu málararnir viðhorfum þessara manna,
kannski er það aðallega vegna tímaritsins
Art d’ Aujourdhui, en það beitir sér helzt
Herbin
fyrir þeim. En það eru að minnsta kosti 10
aðrar stefnur umtalsverðar í París 1 dag.
Ýmsir málarar sem standa öndverðir gegn
geometrísku abstraktstefnunni eru kallaðir
organiskir abstraktmálarar. Þar mætti nefna
Hartung, Sneyder, Riopelle sem er mikið um-
ræddur í seinni tíð. Já Riopelle heyrir nú
kannski frekar til svonefndum tache-isma.
Mér hefur virzt sumir ungu málararnir
tala mikið um Herbin, skýt ég inn í.
Nína svarar: Hann er gamall maður. Og
viðurkenndur meistari þessarar geometrísku
stefnu. Annars hefur hann ekki málað ab-
strakt nema síðustu 20 árin, áður málaði
hann naturalistískar og rómantískar myndir,
það er enn hægt að sjá þær í sýningarsölum
Parísar.
Hvað um Manessier og Bazaine, ber minna
á þeim núorðið? spyr ég.
Þeir eru báðir í góðu gildi, segir Nína.
Hér á landi eru menn svo lengi að taka við
sér að enn eru menn að rífast um Picasso.
Er hann ekki að verða klassískur í París?
segi ég.
Þar rífst enginn út af honum. Helzt ræða
menn hvort honum sé ekki að fara aftur.
Honum er hætt að detta nokkuð nýtt í hug.
Síðustu 10—20 árin hefur honum ekki dottið
margt nýtt í hug. Hann er orðinn gamaldags,
segir Nína.
Svo heldur hún áfram: Nú er verið að gef a
út allsherjar uppsláttarbók um nútímalist. 1.
bindi er þegar komið út. Það nær frá 1910
fram til svona 1940—50 eða út Picasso sem
þeir reikna til 1940. Og svo er verið að undir-
búa Eftirstríðsbindi, þar verður mynd eftir
mig. Annars veit ég ekki hvaða íslendinga
þeir taka. Þetta er gefið út á helztu evrópu-
málum og er samið af ýmsum þekktustu list-
fræðingum sem nú eru uppi. Það er hægt að
panta ritið frá Hazan Presse, 35 Rue de Seine.
Það nefnist: Dictionnaire de la Peinture Mo-
18