Birtingur - 01.07.1955, Page 21

Birtingur - 01.07.1955, Page 21
deme, útgefandi Femand Hazan, 35 et 37 Rue de Seine, Paris. Ég segi: Fyrir nokkrum ámm kom einn okkar beztu málara úr heimsókn til Parísar þar sem hann sýndi myndir: Iss, sagði hann: í París er ekkert að gerast í listum. Þar sé allt eintómar verzlunarbrellur listbraskara sem hafi listamennina á klafa sínum, láti fram- leiða eftir nótum og skammti þeim svo frægð- ina eftir því hversu dyggilega þeir standi við samninginn. Nína: Ef ekkert gerist í listum í París hvar er þá eitthvað um að vera í listum? París er enn höfuðborgin. Leið helztu listamanna úr flestum löndum liggur til Parísar einhvern tíma á ævinni. Þó þeir komi með hugmynd- irnar að heiman þá er það í París sem þeir rista þær í andlit tímans. Enn er í París á- kveðið hvað lifir af því sem kemur fram. Þar er ákveðið hvernig listin á að vera. París er hæstiréttur samtímans í myndlist. Nína kveikir í sígarettu og segir svo: Þeir eru naskir á það í París að sjá hvað er nýtt og frumlegt. Þó eru þeir skeikulir eins og annað mannlegt. Mondrian bjó í 15 ár í París og enn hefur ekki farið fram einkasýning á verkum eftir hann. Hann sigraði fyrst í Ame- ríku. Nú fyrst eru þeir að byrja að sýna hann í Evrópu. En það hafa þegar verið sýningar á mynd- um manna sem hafa byggt alveg á verki Mondrian þó meistarinn sjálfur hafi orðið að bíða, segi ég. Já, svarar Nína. Þeir hafa til dæmis sýnt ameríkumanninn Glarner sem er fylgjandi kfondrian, og aðra. Hefurðu séð myndir eftir nýja málara hér sem þér virðast efnilegir? Því miður hef ég ekki haft tækifæri til að sjá svo mikið sem ég hefði viljað, segir Nína. En mér finnst annars sumum hér hætta til að láta sér nægja að endurtaka það sem Vasarely þegar hefur verið gert annarsstaðar. Menn gera uppreisn í Reykjavík með því sem hef- ur sigrað í París, segir Nína enn. Og hún heldur áfram: Ég held það sé gott fyrir listamenn að vera í París til að losna úr viðjum smárra viðhorfa. París heimtar frum- leika, eitthvað nýtt og viðurkennir engan spámann sem endurtekur það sem áður var gert. París er miskunnarlaus. Þar losnar mað- ur við hreppapólitík. Og þar er líklega enginn Bjarni Ben að at- ast í kúnstinni, segi ég. Þú hefur náttúrlega heyrt af hamaganginum i sambandi við Róm- arsýninguna. Nína svarar: Mér þótti sérstaklega skemmtilegt og fróðlegt að lesa vitnanir ýmissa góðborgara i sambandi við það mál í dagblöðum, sérstaklega þótti mér athyglis- vert er einn þeirra upplýsti í Vísi 8. 2.1955 að þessir abstraktmálarar miði „fyrst og fremst við eigin smekk og hugarástand en ekkert tillit til þess tekið, að verkin eigi að koma fyr- ir augu annarra.“ En ég er smeyk um að lítið 19

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.