Birtingur - 01.07.1955, Side 24
Minning
/
Magnúsar Asgeirssonar
Við erum allir fátækari í dag en við vorum fyrir
nokkru. Það þýðir ekki að ganga við í litlu kaffi-
húsi í þeirri von að hitta Magnús, — hann er farinn.
Aldrei eigum við að lifa þann dag aftur sem var
fyrst grár er við gengum um miðbæinn og fannst
svo tómlegt og sviplaust og allt undir járnhæl
hversdagslegra viðhorfa. En sáum svo þennan
mann koma eins og út úr þrumuskýi með þann
svip sem gáfurnar hrópuðu úr eins og leiftur þótt
varimar væru þvingaðar saman og tungan þegði.
Sjáum ekki aftur þessi augu sem komu eins og
tveir eldstólpar út úr myrkri þess eðlis sem neitar
raflýsingu falsbirtunnar. Og slöngvaði lífi í hinn
sofna heim.
Þessi maður, var það í gær sem við heyrðum
hann tala, var það í gær sem hann var hér, — í dag
hugsuðum við: nú væri gaman að hitta Magnús,
— en hann er farinn.
Við söknum hans í dag og munum sakna hans
á morgun ef við lifum þann dag og oft munum við
hugsa og ásaka okkur sjálf: hví færðum við okk-
ur ekki betur í nyt að þekkja slíkan mann.
En svipur hans vakir svo sterkt í vitund okkar:
þetta óyggjandi andlit snilli, — að þegar við lítum
upp frá þessu blaði þá munum við sjá hann.
Hver okkar hefði ekki viljað þakka fyrir sig
áður en hann tók hatt sinn og fór?
Thor Vilhjálmsson.
JÓN ÓSKAR:
Laufin, trén oq vindarnir
I allan dag hefur haustvindurinn þotið um
greinar trjánna. Ég hef setið undir trjánum og
hugsað um lauf sumarsins og undarlegt líf þeirra.
Þau héldu á regndropunum eins og gimsteinum
þangað til þyrstur sumarvindurinn kom að fá sér að
drekka. Þau héldu ánægð á fiðrildunum sem voru
komin til að elskast. Og á kvöldin kom mann-
kynið til að elskast undir laufunum. Ó, hversu
margt var líf trjánna. Og nú falla laufin í vind-
inum. En rætur trjánna eru sterkar og trén eru
sterk og greinarnar svigna en brotna ekki. Og fyrr
en varir eru laufin aftur á greinum trjánna og
mannkynið situr undir laufunum og laufin halda
ánægð á fiðrildunum og það er mikið líf í trjánum.
22