Birtingur - 01.07.1955, Page 30
mig, hann kippir fram fyrir mig og alveg er
það sama. Og enn kippir hann og nú á bak-
borða rétt svona færafrítt. Svo ég segi við
Júlla minn: Nú hann ætlar bara að taka af
okkur rekið skrattinn sá arna, ætlar að reyna
að ná honum undan okkur. En það tókst nú
ekki samt, þarna stóðum við í asfiski, en
þeir hrista sig og skaka og verða ekki lífsvarir,
nei, ekki lífsvarir, þangað til honum leiðist
nuddið og potar sér inn landnorður. Jú hann
urgaði eitthvað, en við, blessaður, hlóðum
á skammri stund og vorum komnir heim
uppúr miðjum degi. Þá líkaði Júlla minum
lífið.
Hann hefur löngum verið brellinn sá guli,
segi ég. Er Júlli ekki þrælfiskinn?
Jú, hann er seigur, fjandi leikinn, en dynt-
óttur í landi, og gamli maðurinn kiprar nefið
glettnislega.
Þú ert nú færafantur, það vita nú allir.
Maður er ekkert orðinn. Ég var dálítið glúr-
inn hér fyrr meir, og hann lætur eins og hann
megi ekki heyra á það minnzt að hann sé
einn færasti skakmaður hér á miðum. — En
nú er Júlli minn illa farinn.
Nú?
Hann á svo bágt með að pissa greyið, það
ætlar líklega að fara með hann. Mér bregður
við, við höfum nú dinglað saman í fjórtán
vertíðir.
Karlskinnið. Svo þú ert þá einn á báti.
Það er ógaman, það vilja flestir taka sitt
á þurru nú til dags, það er hlýrra trú ég,
segir gamli maðurinn, en mér er bölvanlega
við að skrölta þetta einn.
Það var þennan morgun sem ég réði mig
á handfæri með gamla manninum.
Þó að ég hafi ekki stundað mikið skak um
dagana, veit ég þó þetta: veiðarfærið sem
þú hefur í höndunum verður að vera þannig
útbúið að þú getir sagt: Hann er ekki til ef
ég fæ hann ekki á þetta. Þegar ég var búinn
að nostra við tvær sökkur svo að ég gat
ekki betur, fór ég í búðina til Jakobs til að
kaupa mér hæfilegan streng. En Jakob er
sjálfum sér líkur. Þegar hann var búinn að
selja mér strenginn dró hann fram einkenni-
legt verkfæri og rak upp að andlitinu á mér.
Þetta var einskonar málmfiskur á að gizka tíu
tommu langur og úr öðrum enda hans hékk
þríkrókur skreyttur blóðrauðu gúmmi.
Hvað er nú þetta?
Nýjasta nýtt, agn, sjáðu til, þeir moka hon-
um upp á þessu við Lófótinn, sagði Jakob og
bauð mér í nefið úr almenningskrukkunni.
Og hvernig ætlarðu að fá þetta til að lóða,
spurði ég.
Það er nú kúnstin. Þú hefur ekki fimm-
punda dræsu í þessu lagsmaður, heldur þetta
hérna, nýjasta nýtt, nælonþráður. Þetta var
þráður margbrugðinn úr örmjóum þáttum
og þó ekki digurri en lóband, grænn að lit.
Sjáðu nú til, sagði Jakob, sakkan sú arna
flögrar í sjónum og skín eins og lýsigull og
af því þráðurinn er grænn, ja þá sér fiskur-
inn hann ekki og heldur að þetta glitrandi
agn sé síld eða þessháttar hnossgæti og gleyp-
ir allt saman.
Hefur nokkur reynt þetta?
Ekki ennþá, ég er alveg nýbúinn að fá það,
en það veiztu að svona ginna þeir laxinn lags-
maður, leggja fyrir hann alskonar gildrur og
gyllingar sem hann steypir sér á og er þó
sagður vitrastur fiska.
Og hvernig ætlarðu að draga þennan blá-
þráð, spurði ég og hélt nú að ég hefði snúið
prangarann af mér. En Jakob hló stórkalla-
lega, tók fram gúmmívettlinga og sagði:
Taktu á því með þessu. Og kaupin voru gerð.
Það var norðangjóla og morgunsvalt.*
Þegar ég kom á bryggjuna hafði gamli mað-
urinn sett vélina í gang og beið mín óþreyju-
fullur. Svo var lagt af stað. Það var ekki
orðið dagljóst, en þegar við runnum út höfn-
28