Birtingur - 01.07.1955, Síða 31

Birtingur - 01.07.1955, Síða 31
ina móti austri sá maður fjallseggjarnar bera við rauðan himin, klettarnir nálægir í skím- unni en í skugga þeirra var sjávarflöturinn mjög dökkur, næstum svartur án gljáa, — en fjær, þar sem daufur skýjabjarminn náði að lýsa var hann blár eins og hrafnsvængur og skipti þó litum við hverja hræringu. Gamli maðurinn stóð í skutnum, klæddur gulum stakk með brúna loðhúfu á höfði. Hann var í essinu sínu, hélt stýristaumunmn í annarri hendi, hafði tóbaksbaukinn í hinni. Hann horfði til lofts pírðum augum, íbygginn og á- nægður í senn, hlustaði eftir gangi vélarinnar, leit fram með síðum fleytunnar, sönglaði, sló bauknum við og tók í nefið. Þegar við komum út fyrir hafnarklettana blasti sundið við og handan þess jökullinn kuldagrár í nepjunni. Eg sat á fremstu þóftu og fylgdist með hvernig stjörnurnar dóu út á festingunni. Það var hrollur í mér. Stefnið klauf sjóinn og súðin þeytti löðrinu frá sér með súgandi hljóði og stökusinnum ýrði upp með kinn- ungunum og ég fann svalan úða á vöngum. Það eldaði á austurhimni. Gamli maðurinn hafði þá trú að aldrei skyldi maður afla vel í útdrætti. Við höfðum því ekki farið langt þegar hann dró af vélinni, sneri bátnum til kuls og sagði: Ætli við sting- Um ekki niður hérna. Hann fór sér að engu óðslega, stillti vélina til andófs, smurði kæli- dæluna, leysti utanaf færinu og stútaði sig rækilega meðan það var að renna út. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að renna silfurfiskinum jakobsnaut, en einhvernveginn kunni ég ekki við það. O ballansinn minn var sossum brúklegt verkfæri. Gamli maðurinn Var fyrri til botns. Hann keipaði nokknun sinnum með hægð og horfði út yfir sjóinn til uusturs þar sem djarfaði fyrir rísandi sól yfir jökulbungunni. Gráðið lék við súðina. Allt í einu brá hann við, dró snöggum hand- tökum, gaut á mig augum, var strax orðinn rjóður í kinnum og kappsfullur. Ég varð ekki var. Hann bylti þorski inn fyrir borðstokkinn, gaut enn á mig augum, þagði. Ekki er hann amalegur þessi, sagði ég hálf hvutalegur, þótti hart að merkja ekki bröndu. Gefur sig kannski til skrattinn sá arna, sagði hann eins og ekkert væri, snaraði fiskinum af króknum og sveiflaði sökkunni útbyrðis. Loksins dró ég stútungsbröndu og gamli maðurinn sagði hughreystandi: Jam, mjór er mikils vísir. Jæja, við fengum þarna smá viðbragð, gamli maðurinn dró af mér og ég fann að honum þótti vænt um það. Svo kipptum við lengra. Nú var glóandi sólin komin upp yfir jökulinn, það gneistaði af hjaminu, sjórinn brann. Ég hafði að vísu gert ráð fyrir því að þessi gamla aflakló væri mér fremri í fiskidrætti, en mér sveið að hafa ekki roð við honum. Þegar við renndum næst tók ég því fram glitfiskinn. Hvernig sem á því stóð brást gamli maðurinn undarlega við þessu tiltæki mínu. Hann hafð- ist ekki að en einblíndi á gripinn líkt og ég handléki þann váboða sem aldrei skyldi í bát koma, sagði loks heitum tóni: Hvað á nú þetta að fyrirstilla? Ég gerði það fyrir hann Jakob að prófa þetta, sagði ég. Það var mein- ingin, svo þetta á að vera einskonar tilrauna- skip, sagði hann með þjósti. Við Júlli minn vorum aldrei með neinn gapaskap á sjónum. Ég slöngvaði gripnum í hafið, og sjá: hann skauzt áfram flögrandi á allar hliðar og það blikaði á hann eins og silfurfisk um leið og hann hvarf í djúpið. Þegar sakkan kenndi botns tók ég venjulegt grunnmál og byrjaði að keipa, það var eins og ekkert væri neðan í spottanum. Gamli maðurinn fylgdist með hverri hreyfingu minni. Vegna þess hve þráð- urinn var mjór þorði ég ekki annað en hafa hann tvöfaldan, en þegar straumurinn stóð í færið lóðaði sakkan ekki lengur og það fór strax illa á hjá mér. Gamli maðurinn kom með sporðfagrar ýsur á báðum krókum. Ég 29

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.