Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 33

Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 33
sjónum og þegar þeir urðu okkar varir litu þeir upp svarbláum óttaaugum, tóku flaust- urslegt viðbragð, stungu sér eða flugu með skvampi og þyt. Logn var á og þegar maður leit til baka sá maður reykjarslæðu svifa yfir bænum. Loftið var tært og jökullinn bjartur og nálægur. Við höfðum ekki farið langt þegar okkur varð ljóst að nú var orðið kveikilegt á mið- um. Loðnan var komin. Gamli maðurinn iðaði í skinninu og tók mikið í nefið. Hvítfuglinn hópaði sig um torfurnar framundan, ger við ger, máfur, rita, fýll á flögri og sundi hvað innanum annað, gráðugur og gargandi í fyrstu krás vetrarins. Og skinið glóði á væng og stél. Báturinn rann inn í eitt gerið, og á samri stundu voru færin utanborðs. Það var líkast til af ertni, en jakobsnaut renndi ég . Og viti menn: færið hafði aðeins runnið fáa faðma þegar það stanzaði. Ég tók í spottann og hann var á. Hva, ertu kominn íann, sagði gamli mað- urinn hvumsa — hvað stendur hann djúpt? Hann tók á niðurrennslinu, sagði ég, — það eru fimm sex faðmar. Fiskurinn var mjög ramdrægur á svona grunnu vatni, það brakaði í vaðbeygjunni, en ég beit á jaxlinn, klemmdi færið í hægri greip en hjó á með hinni. Það gekk. Gamli maðurinn merkti hann ekki. Hann grynnti á sér, skók, dýpkaði aftur, skók. Ég innbyrti fallegan stubbara og hann þóttist ekki gefa því gaum. Það stóð í kjaftólinni svo ég var ekki svipstund að afgogga. Þegar ég renndi aftur fór á sömu leið, ég var strax fastur í fiski. Jæja, sagði gamli maðurinn, nú líkar mér. Hann var orðinn óvær og heitur um vanga, hamaðist á færinu, keipaði ýmist langt eða stutt, spenntur til viðbragðs ef krókur snerti kjamma. Ég dró fimm fiska í beit án þess hann yrði var. Mér leið ágætlega, veiðihugur- inn ólgaði í mér eins og söngur og nú var ég líka að ná tökunum á færinu. En gamla manninum leið ekki vel. Hjá mér stóð á engu nema höndunum. Hann hafði uppi, skoðaði krókana, skyrpti á þá og fleygði sökkunni harkalega útbyrðis. Hann þumbaðist við að þegja. Ég sagði heldur ekki neitt, en í hvert sinn sem ég innbyrti fisk sniðleit hann mig augum sem minntu á barinn hund. Svo varð lát á — ég var þó ekki búinn að keipa nema nokkrum sinnum, þegar gamli maðurinn sagði, án þess að líta á mig: Það verður ekkert úr þessu, við skulum hafa uppi. Hann dró inn færið sitt, ég hinkraði, þótti hart að fara úr nógum fiski, en báturinn var þegar kominn til ferðar* færið flaut aftur með síðunni og það var ekki annað að gera en kippa því inn. Báturinn þaut áfram og stefndi á mikið fuglager sem blasti við undir sól að sjá. Ég sneri baki í gamla manninn, fékk mér sígarettu og horfði hálfluktum augum í sindur bárunnar. Við renndum í gríðarstórri loðnutorfu sem dökknaði undir bátnum eins og þörugt blindsker, en urðum ekki varir. Gamli maðurinn muldraði eitthvað um kenjar og brellur, en ég fann að honum var mikil fróun'í því að ég skyldi ekki fá tækifæri til að slá honum við. Næsta torfa sem við reynd- um í stóð grunnt, maður sá loðnumergðina krauma undir sjóskorpunni eins og blátt neistaflug. En sá guli lét ekki sjá sig. Það er eins og fyrri daginn, hann er hvergi verri en í torfunum, sagði gamli maðurinn. Þannig kipptum við torfu úr torfu þar til við vorum komnir inn á grunn. Þarna fram- undan svörtum sandinum brydduðum hvítum löðurstreng var nógur fiskur, nógur fiskur á jakobsnaut. Ég djró eins og óður mað- ur. En gamli maðurinn rak í einn og einn fisk eins og af tilviljun. Þegj- andi en á nálum skipti hann um króka, beitti sig tening, lét bátinn skera afturábak 31

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.