Birtingur - 01.07.1955, Page 41

Birtingur - 01.07.1955, Page 41
brigðum, því að hinir innf æddu voru ekki eins frumstæðir og saklausir og hann hafði hald- ið.“ Ekki er minnzt á svo leiðinlega heilbrigða menn eins og Seurat og Renoir. Hér er flest sem sagt er um málaralist á okkar öld: „Aðalfrömuður expressionismans í málara- list var þó Matisse. Var hann lærifaðir margra ungra málara. (Jón Stefánsson er ekki nefndur í því sambandi og var hann þó í læri hjá Matisse. T.V.). Expressionistarnir hættu að gefa veruleikanum nánar gætur, en máluðu oft hugmyndir og ímyndanir sínar. (Mjög nýstárlegt og fátítt athæfi. T.V.). Hjá þeim kemur oft fram leit að hinu ein- falda og frumstæða. Frá expressionismanum eru runnir fútúrisminn og súrrealisminn í málaralist, en á þeim stefnum er lítill mun- ur. (Svo!). Þau málverk eru yfirleitt óskilj- anleg öðrum en málurunum sjálfum. Fátt segir fleira af málaralist okkar tíma. Tónlistarmenn: „Beethoven er eitt mesta tónskáld, er uppi hefur verið. Dvaldist hann lengi í Wien og átti oft við erfið kjör að búa. Hann var heyrn- arlaus hin síðari ár. Schubert var Wienarbúi. Hann var alinn upp í fátækt og var alla ævi taugaveiklaður 'og mannafæla. Hann dó 31 árs. Var hann fyrst metinn að verðleikum eftir dauða sinn. Schumann samdi lög við kvæði Heines og fleiri skálda. Hann varð brjálaður“. Ágætur kafli um leiklist er hér birtur 1 heild: „Leiklist hefur verið iðkuð í mörgum menningarlöndum heims, og hafa margir frægir leikarar verið uppi á þessu tímabili. Sérstök grein leiklistar er kvikmyndalistin, sem hefur að mestu leyti orðið til á 20. öld. Mikið af kvikmyndum hefur verið léttmeti, bæði að efni og leik, en sumar hafa verið stórfenglegar að efni og sumir kvikmynda- leikarar hafa sýnt afburðagóðan leik (Ch. Laughton, R. Massey, Ch. Boyer, E. Jann- ings, Greta Garbo, Marlene Dietrich o. fl.). (Ekki er verið að þreyta heila nemenda með öðrum eins tittlingaskít og nöfnum kvik- myndahöfunda svo sem Chaplin, Eisenstein, Dreyer eða Griffith. T.V.). Náskyld leiklist- inni er danslist. Hefur ballettinn víða notið mikillar hylli. Hafa Rússar staðið allra þjóða fremst í danslist (Nijinsky, Pavlova). List- hlaup á skautum hefur verið mikið iðkað í ýmsum löndum, einkum Noregi og Austur- ríki (Sonje Henie, Karl Scháfer).“ Loks eru rithöfundar, færri verða nefnd- ir en vert væri vegna rúmsins: „Vigny og Musset voru skáld þunglyndis og lífsleiða.“ „f Frakklandi er Honoré de Balzac kunn- astur þessara höfunda. Hann var nautna- maður og eyðsluseggur og því alltaf skuld- um vafinn. Varð hann að vera sískrifandi til að geta reytt eitthvað í skuldunauta sína. Æsti hann sig upp með sterku kaffi og dó á bezta aldri úr ofþreytu og kaffieitrun....“ „George Sand var ein mesta skáldkona Frakka á 19. öld. Var hún allfjöllynd í ásta- málum. Voru þeir Musset og tónskáldið Chopin um skeið unnustar hennar ..........“ „Chateaubriand var helzta rómantíska skáldið í Frakklandi á fyrstu áratugum 19. aldar. Frægast er rit hans um kristindóminn, en hann telur að í honum birtist hin fegursta lífsskoðun." (Mjög óvenjulegt sjónarmið og má af því manninn kenna. T.V.). „Maupassant var snillingur í smásagna- gerð. Hann varð brjálaður.“ „Frægasta skáld Symbólista í Frakklandi var Paul Verlaine. Hann var talinn eitt bezta ljóðskáld Frakka. Hann var þó drykkfelldur og sálsjúkur og dvaldist síðustu ár sín oftast 39

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.