Birtingur - 01.07.1955, Síða 48

Birtingur - 01.07.1955, Síða 48
Myndin til vinstri sýnir hvernig liúsið var hdð veggjunum i gamla daga. Myndin til hœgri sýnir, að mi er jajnvel ckki nauðsynlegt að láta veggina ná niður á jörð. einingu, smiðirnir urðu viðskila hverjir við aðra og við stjórnendur sína, hin listamannslega alvara og natni hurfu smátt og smátt, vélin fram- kvæmir í blindni einhverja forsögn og stælir. Ýmsir góðir menn sáu strax, að hér var hætta á ferðum, kenndu vél- inni um og vildu jafnvel dæma hana úr leik. Þetta var háskalegur misskiln- ir.gur, sem bryddir víða á enn: Menn eru hræddir við vélina, vegna þess að hún er enn herra þeirra en ekki þjónn. Vandræðin stafa af skökkum viðbrögðum of gamaldags og þunglama- legs þjóðfélagskerfis. Það er búið að eitra menningu heimsins með mis- beitingu þess hjálpartækis, sem okkur var í fyrstu fengið til að hef ja und- irbúning að uppbyggingu milljón-ára-ríkisins, hins friðsæla listræna þjóð- félags, þar sem hver þjóðlífshreyfing, jafnvel sú örsmæsta mundi vekja viðbragð líkt tóni gígjustrengs. í hinu blinda stælinga- og gróðaæði, sem vélin skóp í fyrstu, var lista- manninum stjakað til hliðar. Hann einangraðist smátt og smátt frá skap- andi þjóðfélagsstörfum og fólkinu sjálfu. Hann hlaut að finna til einmana- leika, engin þörf virtist fyrir hann lengur, hann fylltist fyrirlitningu á fólkinu og lífinu. Af þessum sökum er listamaðurinn einn og einangraður nú á dögum. Það er eitt af hlutverkum nútímabyggingarlistar að leysa þetta vanda- mál, sem er einnig stjórnmálalegs eðlis. Hvernig á að veita listinni, sem heft hefur verið um aldaskeið, að nýju inn í þjóðlífið ? Hvemig á að koma listinni til fólksins aftur? Framhald. 46

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.