Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 49
Ljúflingsljóð
Barn huldumannsins og stúlkunnar grætur og verður
ckki huggað. Þá er komið á gluggann og kvcðið:
SOFÐU MEÐ SÆMDUM
SÆLL í DÚNI.
SEM VÍN Á VIÐI,
VINDUR í SKÝI,
SVANUR Á MERSKI,
MÁR í HÓLMI,
ÞORSKUR í DJÚPI,
ÞERNA Á LOFTI,
KÝR Á BÁSI,
KÁLFUR í GARÐI,
HJÖRTUR Á HEIÐI,
EN í HAFI FISKAR,
MÚS UNDIR STEINI,
MAÐKUR í JÖRÐU,
ORMUR f URÐU
ALVANUR LYNGI,
HESTUR í HAGA,
HÚNN í FJÖLLUM,
SEIÐI Á FLÚRUM,
EN í SANDI MURTA,
BJÖRN Á HEIÐI,
VARGUR Á VIÐI,
VATN í KELDU,
ÁLL í VEISU,
EN MAUR í MOLDU,
SÍL í SJÓ
OG SUNDFUGLAR,
FÁLKAR í FJÖLLUM,
FÍLAR í SKÓGUM,
LJÓN í BÆLI,
LAMB í MÓI,
LAUF Á LIMI,
LJÓS í LOFTI.
SOFÐU EINS SÆLL
OG SIGURGEFINN.