Birtingur - 01.07.1955, Síða 52

Birtingur - 01.07.1955, Síða 52
fyrirbrigði á grundvelli hennar. Grundvall- aratriðum hennar, eins og kenningunni um absólút rúm og tíma, var lítill gaumur gef- inn, fyrr en Ernst Mach, austurrískur eðlis- fræðingur og heimspekingur, fór að gagnrýna þau á seinni hluta 19. aldar. En þá voru menn þegar komnir í ógöngur með hina afl- fræðilegu heimsskoðun, að allt ætti að skýra út frá lögmálum Newtons. Newton áleit ljósið vera agnir, sem hinn lýsandi hlutur varpaði frá sér. Aðrir álitu það bylgjuhreyfingu, og um 1850 var sú skoð- un orðin ofan á. En samkvæmt aflfræðilegu kenningunni varð eitthvað að sveiflast, bylgj- urnar urðu að vera í einhverju, eins og bylgj- ur á vatni. Þá gerðu menn ráð fyrir efni, ljós- vakanum, til að bera ljósbylgjurnar. Ljósvak- inn átti að vera í öllum efnum og jafnvel í lofttómu rúmi, sem ljósbylgjur geta farið um, og yfirleitt að hafa ýmsa furðulega eig- inleika. Englendingurinn Maxwell kom fram með rafsegulkenningu sína um miðjan síðari hluta 19. aldar. Hún var byggð á tilraunum Fara- days og annarra með raf- og segulmagn. Einn þáttur þeirrar kenningar var sá, að raf- segulbylgjur breiddust út í allar áttir með ákveðnum hraða, sem einungis var kominn undir eiginleikum efnisins, sem bylgjurnar fóru um. í lofti var þessi hraði jafn hraða ljóssins, og Maxwell gat sér þess til, að Ijós væri ekki annað en rafsegulbylgjur. Þetta var svo staðfest með tilraunum, og ljósfræðin varð hluti af rafsegulfræði Maxwells. Marg- ar tilraunir voru gerðar til að setja kenning- ar Maxwells á aflfræðilegan grundvöll, ekki sízt af honum sjálfum, með því að hugsa sér rafsegulfyrirbrigði sem sérstök og mjög flók- in fyrirbrigði í ljósvakanum. Þessar tilraun- ir voru ófullnægjandi, og sú skoðun tók smám saman að ryðja sér til rúms, að kenningin væri sjálfstæð og tilgangslaust væri að leita að aflfræðilegum grundvelli fyrir hana. I aflfræðinni eru notaðar svokallaðar Gali- leo líkingar til að tengja staðar- og tíma- ákvörðun atburðar í einu Galileísku miðun- arkerfi við staðar- og tímaákvörðun sama atburðar í öðru kerfi. Þar sem sami tími, absólút tími, gildir í öllum kerfum, er tíminn sá sami í báðum. Tvö slík kerfi eru t. d. lang- ur beinn járnbrautarpallur og lest, sem fer með jöfnum hraða fram hjá honum. 1 lest- inni er hægt að ákvarða stað atburðar með því að tilgreina fjarlægð hans frá miðju lestarinnar, og á pallinum er hægt að til- greina fjarlægðina frá ákveðnum punkti á pallinum. Tíminn er sá sami í lestinni og á pallinum. Ein afleiðing af Galileo líkingunum er sú, að maður, sem gengur í lestinni í sömu átt og lestin fer, hefur, miðað við pallinn, hraða, sem nemur hraða lestarinnar og gönguhraða hans miðað við lestina að auki. Ef við hugsum okkur ljósgeisla í stað gang- andi manns, ætti samkvæmt þessu hraði ljóss- ins að vera meiri miðað við pallinn en lestina og einmitt sem nemur hraða lestarinnar. Þá gilti afstæðislögmálið ekki í kenningu Maxwells, því að samkvæmt því ættu lögmál Maxwells að gilda í öllum Galileískum kerf- um, og þá ætti hraði ljóssins í lofti að vera jafnmikill í þeim öllum. 1 kenningu Maxwells var því afstæðislögmálið ósamkv. Galileo lík- ingunum, sem byggðust m. a. á hugtakinu um absólút tíma og menn héldu enn fast við. Þá var að finna í hvaða miðunarkerfi Max- well lögmálin giltu. Það var ekki óeðlilegt, að það kerfi, sem er kyrrt í ljósvakanum yrði fyrir valinu. Nú hreyfist jörðin kringum sól- ina og hlýtur því að hreyfast miðað við ljós- vakann. Þá væri hraði ljóssins á jörðinni mis- munandi eftir því, hvort ljósið fer með eða móti jörðinni gegnum ljósvakann, og hægt væri því að finna hraða jarðarinnar miðað við ljósvakann. Michelson og Morley gerðu 50

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.