Birtingur - 01.07.1955, Síða 53

Birtingur - 01.07.1955, Síða 53
mjög nákvæmar tilraunir til að mæla þennan hraða, en niðurstaða þeirra tilrauna var nei- kvæð, þ. e. eins og hraði jarðarinnar í ljós- vakanum væri enginn (eða hraði ljóssins mið- að við jörðina væri sami í báðar áttir). Sá möguleiki, að jörðin drægi ljósvakann með sér, braut í bága við aðrar tilraunir. Ýmsar tilraunir voru gerðar til að skýra þessar nei- kvæðu niðurstöður Michelson og Morley, en engar voru fullnægjandi. Þannig var ástandið um síðustu aldamót, en 1905 birtist grein í Annalen der Physik, þýzku eðlisfræðitímariti, eftir Albert Ein- stein, starfsmann á einkaleyfaskrifstofunni í Bem. Hann sá það, sem eftir á virðist hafa blasað við öllum, en enginn annar sá: Nei- kvæðar niðurstöður Michelson og Morley stafa af því, að hraði ljóssins er sami í öllum Galileískum kerfum, og afstæðislögmálið gildir ekki einungis í aflfræðinni, heldur einnig fyrir kenningar Maxwells, en það eru Galileo líkingarnar, sem eru rangar. Þar sem þær voru byggðar á rótgrónum skoðunum manna um tíma og rúm, þurfti Einstein að gagnskoða þessi grandvallarhugtök. Þar naut hann áhrifa frá Ernst Mach, sem áður er get- ið, og enska heimspekingnum David Hume. Hver athugandi getur sett upp miðunar- kerfi til að ákveða stað og tíma hvers atburð- ar. Stað getur hann ákveðið með þvi að setja upp þrjá fleti hornrétta hvern á annan og mæla með mælistöng fjarlægð staðarins frá þessum flötum. Á þennan hátt byggir hann upp sitt eigið rúm. Til að mæla tíma hefur hann klukku. Ef klukkan er á sama stað í rúmi athugandans og atburðurinn, er auð- velt að ákveða tíma hans. En ef bera á sam- an tíma tveggja atburða á mismunandi stöð- um í þessu rúmi, verða að vera á báðum stöðunum klukkur, sem ganga eins og eru samstilltar. Hægt er að samstilla þær á þann hátt, að frá punkti miðja vegu milli þeirra eru samtímis sendir ljósgeislar til þeirra. Þar sem ljósið fer með sama hraða í báðar áttir, eru þær samstilltar, ef þær sýna sama tíma, þegar ljósgeislarnir falla á þær. Athug- andinn getur því ákvarðað stað og tíma hvers atburðar miðað við sitt kerfi og sagt, hvort tveir atburðir gerist samtímis. Hugsum okkur nú annan athuganda, sem hreyfist með jöfnum hraða í beina línu miðað við kerfi fyrsta athugandans. Hann getur á sama hátt sett upp sitt eigið rúm og sinn eigin tíma. Til að athuga þetta nánar skulum við hugsa okkur fyrri athugandann á löng- um beinum járnbrautarpalli og þann síðari í lest, sem fer með jöfnum hraða meðfram pallinum. Þeir geta þá hvor um sig ákvarðað stað og tíma hvers atburðar í sínu miðunar- kerfi. Nú er seinni athugandinn í miðri lest- inni og sendir samtímis ljósgeisla til beggja enda lestarinnar. Þar sem hraði ljóssins í lestinni er sá sami í báðar áttir, koma geisl- arnir samtímis á báða enda lestarinnar. Frá brautarpallinum séð er hraði ljóssins sá sami í báðar áttir, en þar sem aftari endi lestar- innar fer á móti ljósgeislanum, en sá fremri á undan honum, kemur ljósgeislinn fyrr á aftari endann en þann fremri, þ. e. ljósgeisl- arnir koma ekki samtímis á enda lestarinn- ar séð frá pallinum. Atburðir, sem gerast samtímis í lestinni, gerast ekki samtímis á pallinum. Það er því enginn absólút samtími til, einungis afstæður, svo að það hefur enga merkingu að segja, að atburðir gerist samtím- is, nema tiltekið sé í hvaða miðunarkerfi þeir séu samtímis. Þetta er auðvitað gerbylting á hugmyndum manna um tímann, og hún er af- leiðing afstæðislögmáls Einsteins, og sérstak- lega þess, að hraði ljóssins er sami í öllum Galileískum miðunarkerfum. Þetta er aftur byggt á mjög nákvæmum eðlisfræðilegum at- hugunum. Þessi bylting er því byggð á hrein- um eðlisfræðilegum grimdvelli. 51

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.