Birtingur - 01.07.1955, Page 60
3 nýjar bækur
Gangvirkið, skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson
Höfundur vakti ungur athygli, hefur vaxið með hverri bók, og fáir rita nú
snjallar en hann á íslenzka tungu. Útvarpshlustendum er síðasta skáld-
saga hans, Vorköld jörð, í fersku minni frá því í vetur. Margir uppgötvuðu
ekki fyrr hve mikið skáld Ólafur er (því að Islendingar eru tornæmir á
beztu höfunda sína). Hin nýja bók hans, Gangvirkið, er nútímasaga úr
Reykjavík.
Á vegamótum, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson
Þetta er lítið smásagnasafn sem kemur út um leið og skáldsagan. Ólafur
er ekki síður snjall smásagnahöfundur en skáldsagna, og hafa áður birzt
eftir hann þrjú smásagnasöfn, Kvistir í altarinu, Teningar í tafli og Spegl-
ar og fiðrildi.
Iívæðabók, eftir Hannes Pétursson
Höfundur er rúmlega tvítugur og þetta er fyrsta bók hans, en kvæði eftir
hann hafa birzt í tímaritum og í Ljóðum ungra skálda í fyrra. Hafa menn
sjaldan verið eins samdóma um afburða hæfileika ungs skálds — og hið
óvenjulega hefur gerzt, að útgefendur hafa keppzt um að fá þessa fyrstu
bók hans til útgáfu. Kvæðabók Hannesar er stór, nær sextíu kvæði, fjöl-
breytt að efni og nýstárleg og verður áreiðanlega talin merkur viðburður
í íslenzkri ljóðagerð.
Eru að koma út.
Heimskringla
é---------------------------------------«>