Birtingur - 01.01.1961, Page 28

Birtingur - 01.01.1961, Page 28
sýna okkur eitthvað sem er hið fjarsta þeim veruleika sem okkur er gefið að skynja á misjafnlega hæggengum eða liraðgengum stundum í okkar eigin lífi. Það var ekki von að þorrinn væri viðbú- inn að taka þátt í ærslum þessa nýstár- lega höfundar sem hafnaði aðferðum raun- sæisandans í leiklistinni og hugðist kafa dýpra með því að beita til hins ítrasta sínu eigin ímyndunarafli og semja verk sem lytu ekki forskrifaðri hugmyndafræði heldur sínum eigin lögmálum, túlka veru- leika sem býr innar hinum. Sjálfur hefur Ionesco sagt frá því að leik- húsið hafi jafnan verið autt þegar Sköll- ótta söngkonan var sýnd, stundum sat hann með konu sinni, kannski kunningi þvottakonunnar þriðja manneskjan í saln- um; eftir 6 vikur var gefizt upp við að reyna að seiða til sín áhorfendur úr mannhafi Parísar, töfra til sín menning- arpílagríma á þessum miðdepli, af þessu heimsmarkaðstorgi andans. Næst komu Kennslustundin og S t ó 1 a r n i r. Það gekk ósköp dauflega í fyrstu. Stólarnir voru frumsýndir 1952 og enn var mikill hörgull áhorfenda. lonesco segir að allir höfundar bíði óþreyjufullir þeirrar stundar þegar áhorf- endur taki við sér og sýni með verkleg- um hætti þakklæti sitt fyrir það sem höf- undurinn hefur gefið þeim. Lófatak, hrifn- ingaróp, hlátur, snökt, rafmögnuð þögn sem hleður hverja einustu sál, húrra og bravó. Þetta að finna að hann hafi auðg- að líf annarra, aukið við reynzluna, sæk- ist ekki hver listamaður eftir því hversu ólíklega sem hann kann að láta? Ionesco segist hafa verið að vappa kringum leik-

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.