Birtingur - 01.06.1966, Page 39

Birtingur - 01.06.1966, Page 39
UNNUR EIRÍKSDÓTTIR: BÆN Meistari ég leirinn gljúpi efnið milli handa þinna ávarpa þig upprétt í fyllstu auðmýkt. Væri ekki efnið værir þú ekki meistari. Gerðu úr mér fagran hlut og láttu standa fyrir dyrum úti í hádegissólinni svo ég gleðji augu þeirra sem ganga hjá. En geymdu mig ekki og gefðu mig engum. Molaðu mig í duftið fyrir sólarlag og leyfðu mér að hverfa hljóðlaust með kvöldblænum.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.