Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 3

Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 3
Reykjavík, Sept.—des. 1957 tJtgefandi: Kvenfélagasamband íslands 8. árgangur, 3.—1. tölublað ÁRELÍUS NÍELSSON: tt • • • •• i»* r Himingjoiin gooa Ræða flutt í upphafi landsþings K. í. 9. sept. 1957. Sérhver góð gjöf, sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna. Jakob postuli. Hver er áhrifamesta og æðsta gjöf ör- laganna ? Spurningunni er vandsvarað, þvi að gjafir lífsins eru svo óendanlega margar og margvíslegar. Sumir myndu vafalaust nefna einhverja efnislega auðsuppsprettu í ætt við peninga, frægð og völd. Aðrir teldu fremur að gjöfin væri einhver snilli- gáfa, sem aftur gæti veitt veröldinni mik- ið af unaði og gleði, þroska og hagsæld. Eins væri hægt að hugsa sér, að slík gjöf væri gott heimili, vel gefin börn og trygg- ir, traustir vinir. Og sumir gætu sagt, að þessi gjöf væri lífið sjálft, en það er of vítt svið, þótt til sanns vegar mætti færa. Hér er sem sagt um að ræða eina af gjöf- um lífsins, eina af þeim gjöfum, sem okk- ur er valin, án nokkurrar tilhlutunar af okkar eigin hálfu. Þar er engu hægt um að þoka, fremur en með fæðingu og dauða, sem allt er mótað og ákveðið í alvitundarhæðum. Ég svara spurningunni áliveðið með tveim orðum: Góð móðir. Hún er áreiðanlega himinsins og örlag- anna æðsta gjöf, til mótunar öllu ævi- skeiði manns, hvort sem hann er karl eða kona, ríkur eða fátækur, gáfaður eða fá- kænn. Þess vegna ætti ekkert að vera of dýrt né dýrmætt til þess að móta og mynda þessa himingjöf mannlífs. En hvernig er þá góð móðir? Hvað þarf kona að gera og hvernig þarf hún að breyta til að verðskulda slíkt tignar- heiti? Fyrst mætti ef til vill taka það fram,

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.