Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 10
WALTER LIVINGSTONE:
r'
A Þorláksmessu
Það gekk á með hríðargusum á götu-
horninu, þar sem jólasveinninn stóð og
hringdi bjöllu sinni. I hinni hendinni hélt
hann á hreindýrasvipu, sem sannarlega
var ekki nema til skrauts. Enginn, sem
fram hjá fór þekkti hann, þó að margir
svöruðu brosandi, er hann bauð gleðileg
jól og létu skilding falla í pottinn, sem
hann gætti. Um hag hans hugsuðu ekki
aðrir en lítil fjölskylda, sem þó var langt
í burtu — eiginkona, barn, öldruð móðir.
Þau veltu fyrir sér, hvar hann myndi vera,
hvað fyrir hann hefði komið, hvers vegna
hann hefði farið að heiman.
Nick Tierney vissi, að honum bar að
gera það, sem hann ekki fékk sig til, —
fara heim. Er hann stóð þarna í hríðar-
élinu, hringjandi bjöllu, einmana og
hlægilegur í eigin augum í þessum skrípa-
búningi, þótti honum sem hann heyrði
milda rödd Maríu ávarpa sig, heyrði
barnslegan hlátur sonar síns, sæi tárvot,
spyrjandi augu móður sinnar.
Nicholas Tierney, læknir, gat ekki farið
heim. Ekki fyrr en hann hafði komið sér
áfram í einhverju öðru starfi. Að minnsta
kosti ekki fyrr en hann var búinn að
vinna fyrir peningum. „Ég verð að bíða,“
tautaði hann. „Ég hlýt að geta náð í pen-
inga. 1 svona stórborg hljóta að vera
mörg tækifæri til að auðgast í skyndi, ef
maður er ekki of vandfýsinn." í meira en
ár hafði þetta verið viðkvæði hans.
Nei, hann gat ekki snúið við. Læknir,
sem það spurðist um, að hefði mistekizt
einfaldur uppskurður fyrir einberan
klaufaskap, hann átti ekki afturkvæmt.
Ekki fyrst hann fór burtu á annað borð,
en það hafði hinn glæsilegi, ungi skurð-
læknir, Nicholas Tierney gert. Farið —
farið steinþegjandi, sárreiður og vonsvik-
inn. Farið, þó að réttast hefði ef til vill
verið að vera kyrr og berjast. Ekki opin-
berlega að vísu — það bannaði stéttvísin.
Siðalögmál stéttarinnar leyfði ekki, að
skjólstæðingurinn benti opinberlega á,
hver sökina ætti, benti á hinn aldraða
yfirlækni, hann, sem var skjálfhentari
þenna morgun en vanalega, svo að hníf-
urinn risti of djúpt — örlítið of djúpt —
og benti svo Tierney lækni að taka við.
Til allrar hamingju þá lifði sjúklingurinn
það af.
Nei, opinberlega var ekki hægt að berj-
ast, en hann hefði getað verið kyrr og
barizt hljóðlega. Honum hefði kannske
tekizt með tímanum að sanna getu sína
og sakleysi, svo að hin kuldalega spurn
hefði horfið úr augnatilliti stéttarbræðra
hans. En þá hafði slík barátta virzt svo
löng, svo vonlaus. Fyrst svona er komið,
hafði hann hugsað, þá er bezt að ég gefist
upp og reyni eitthvað annað.
Hann hafði skrifað Maríu línu og horfið
í mannhaf stórborgarinnar. Þar reyndist
honum sá maður eiga fárra kosta völ,
sem hafði læknismenntun, en var þó ekki
lengur læknir. Þeir peningar, sem hann
hafði átt, voru fyrir löngu eyddir, er hann
sótti um vinnu í vöruhúsinu, sem hann
stóð þarna og auglýsti í jólasveinsgerfi.
„Hæ, lagsi!“ Hann sneri sér við.
„Gleðileg . . . .“
„Vertu ekki að því! Ætli það verði ekki
ég, sem leik jólasveininn.“ Maðurinn lét
10 HÚSFREYJAN