Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 14

Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 14
Staðarfellsskólinn Húsraœðraskóli frú Herdísar Benediktsson Sigurborg Kristjánsd. Þegar ég var unglingur, heyrði ég Ólafíu Jóhannsdóttur oft ræða um nauð- synina á að koma upp húsmæðraskóla í sveit. Þar skyldi kennd meðferð mjólkur og smjörs, þar átti að kenna mjaltir, meðferð kúa og hirðingu fjósa. Ólafía ræddi þessi mál við marga mæta menn, og helzti möguleikinn var, að slík- ur skóli skyldi vera í sambandi við bún- aðarskólana. Þá voru fjórir búnaðarskól- ar á landinu, einn í hverjum fjórðungi. Ekkert varð úr þessum bollaleggingum. Það næsta, sem mér er minnisstætt í sambandi við þessi mál er, að sagt var, að frú Herdís Benediktsson frá Flatey hefði gefið eftirlátnar eigur sínar til stofn- unar húsmæðraskóla við Breiðafjörð. Mun nokkur reipdráttur hafa staðið um hvar skólinn skyldi staðsettur. Vildu Flat- eyingar, að skólinn væri þar, sumir nefndu Stykkishólm og aðrir Staðarfell — kannske hafa allar sveitir við Breiðafjörð viljað hýsa skólann. En víst er það, að framkvæmdir og staðsetning drógust. Maður frú Herdísar var Brynjólfur Bogason Benediktssonar frá Staðarfelli. Hafði sú ætt búið þar mann fram af manni. Nú bjó á Staðarfelli bændahöfð- inginn Magnús Friðriksson með sinni fjölskyldu. Þetta var á fyrsta tug tuttug- ustu aldar. Þau hjón ráku stórt bú og um- fangsmikið. Þá vildi það til að bátur með heimafólki fórst og þar á meðal sonur og fóstursonur þeirra. Þetta mikla sorgar- efni varð til þess, að þau hjón hættu bú- skap og gáfu jörðina með húsum og lönd- um til staðsetningar hugsuðum hús- mæðraskóla frú Herdísar Benediktsson. Fallegri stað var ekki hægt að kjósa fyrir skólasetur. Húsmæðraskólamál frú Herdísar lá nú ekki lengur í þagnargildi. Magnús beitti sér nú af miklum dugnaði fyrir því, að skólinn yrði stofnaður og húsakostur bættur. Nú kom vandinn að finna forstöðu- konu. Þá um ára bil hafði fr. Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla í N-lsafjarðar- sýslu verið á vegum Búnaðarfélags Is- lands umferðakennari í matreiðslu og heimilismenningu. Til hennar var leitað, hvort hún vildi koma á stofn húsmæðra- skóla á Staðarfelli. Tók hún það að sér með skyldum og kvöðum. Hún rak bú- skap um nokkurt s'keið, en eftir nokkur ár var skólinn rekinn sem skóli frú Her- dísar Benediktsson, hætti fr. Sigurborg þá búrekstrinum og sleppti öðrum kvöð- um, sem honum fylgdu. Ég átti því láni að fagna að koma um vor að Staðarfelli. Þar var inndælt að koma! Skólalífið bjart og skemmtilegt, eins og skólalíf á að vera — stjórnsamt og vel unnið, hvar sem litið var. Forstöðukonan kenndi eldhúsverkin, matreiðslu alla og geymslu matvæla. Þeg- 14 HÚSFREYJAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.