Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 22

Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 22
í fyrsta skipti, sem við höfðum svona lítið tré. Áður höfðum við líka haft jólatré, sem náðu alla leið upp í loft, en í þetta sinn sagði pabbi, að stóru trén hefðu öll verið búin, þegar hann kom í jólatréssöluna, svo að við urðum að láta okkur nægja þetta litla tré. „Það er ekki hægt að láta kanínur stökkva út úr nefinu á manni,“ sagði Jörgen, vantrúaður eins og venjulega, og hélt áfram að borða. Hann las svo mikið, að hann vissi alla hluti, svo að ég hreyfði engum mótmælum. Ég var líka sjálfur í nokkrum vafa um, að þetta væri fram- kvæmanlegt. „Við verðum nú að spyrja pabba þinn, hvort þú megir fara.“ Það var mamma, sem skaut þessu inn í umræðurnar. Ég leit óttasleginn í áttina til pabba. Ég hafði samstundis þegið boðið, svo að Hinrik bjóst við mér. Hvers vegna skyldi ég ekki mega fara? Það var þó ekki daglegur við- burður, að mér væri boðið til veizlu. „Við tölum um það seinna. Farðu nú að borða.“ Pabbi batt enda á málið án þess að gefa ákveðið svar og ég reyndi að hafa hugann við matinn. Pési horfði á mig hryggur á svip eins og hann vildi sýna mér þögula hluttekningu, en ég var ekki í skapi til að veita slíkri meðaumkun viðtöku. Ég var vonsvikinn og ég skildi ekki foreldra mína. Ég beit á jaxlinn og reyndi að láta eins og ekkert væri. öll- um bekknum var boðið og svo mátti ég ekki fara. Hvrenig gat pabbi fengið af sér að banna mér að fara? Ég skildi hann ekki. Enginn mælti orð frá vörum, meðan lokið var við að borða. Þegar staðið var upp frá borðum fór pabbi inn í svefnher- bergi til að leggja sig. Ég vonaði, að hann segði eitthvað, áður en hann lokaði dyr- unum. En hann sagði ekkert. Hann hafði líklega gleymt mér. ★ Seinna um daginn kom mamma upp í herbergið okkar. Hún sagði Pésa og Jör- gen að fara niður og þá vissi ég, að hún ætlaði að tala við mig. Við Pési höfðum verið að leika okkur að tindátunum, sem við fengum í jólagjöf, en ég hafði ekki verið með hugann við leikinn. Pési spurði hvað eftir annað, hvort við fengjum ban- ana í ábæti hjá Hinrik, og ég vissi ekki, hverju ég átti að svara. Pési var mjög sólginn í banana og hann hætti aldrei að spyrja, fyrr en hann fékk viðunandi svar. „Nú ert þú orðinn svo stór drengur.“ Mamma settist við gluggann og dró mig að sér. Ég var alltaf stór drengur, þegar hún þurfti að tala um eitthvað leiðinlegt, og mér varð órótt innanbrjósts. Var hún búin að tala við pabba? Gat það verið, að ég fengi ekki að fara í afmælisveizl- una? „Þætti þér mjög leiðinlegt að komast ekki í afmælið?“ spurði hún, en hún sá svarið víst samstundis á svip mínum, því að hún bætti við: „Pabbi þinn hefur ekki mikil auraráð um þessar mundir, og þú átt enga lakk- skó, svo að þú getur ekki farið. Við skul- um hafa happdrætti um myndirnar af jólatrénu í staðinn.“ „Ég þarf enga lakkskó," sagði ég ákaf- ur. Ég gat ekki hugsað til þess að verða af veizlunni bara af því að ég átti enga lakkskó. Hvað gerði það líka til? Það var reyndar ákaflega skemmtilegt að stofna til happdrættis, en myndunum fengjum við hvort sem væri að skipta á milli okk- ar, þegar trénu yrði fleygt. — Og pabbi Hinriks hafði útvegað raunverulegan töframann. „Og úr því að Hinrik á afmæli, verð- urðu líklega að gefa honum eitthvað. Pabbi þinn hefur enga peninga aflögu til að kaupa afmælisgjafir.“ Mamma var mjög alvörugefin, og ég var með grát- stafinn í kverkunum. Þessi athugasemd var langtum erfiðari viðfangs en hin fyrri. Auðvitað varð ég að gefa Hinrik eitthvað eins og hinir. Það var hverju orði sannara. Ég vildi heldur vera heima 22 HÚSFREYJAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.