Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 24

Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 24
Ég aðgætti svip hans og þóttist viss um, að gjöfin vekti óskipta aðdáun. En það sást ekkert gleðibragð á andliti hans og það kenndi einskis fagnaðar í röddinni, þegar hann sá, hvað í kassanum var. ,,Nú .... tindátar," sagði hann aðeins. Síðan rétti hann mér höndina. ,,Já, ég þakka þér auðvitað fyrir gjöfina." Svo hélt hann áfram að skoða gufuvélina. Óli feiti glápti á mig og benti á borðs- endann, þar sem heilli hersveit af tindát- um hafði verið raðað. ,,Þú varst vitlaus að koma með tindáta! Hinrik á víst ein sex hundruð.“ Ég stóð kyrr í sömu sporum og sá ofur- vel, hvílíkt flón ég hafði verið. Borðið var hlaðið gjöfum, og þar gat að líta tin- dáta í öllum regnbogans litum og búna ólíkustu vopnum. Þar voru líka bílar, flugvélar og rafknúin járnbrautarlest. Tindátakassinn minn valt ofan á gólf og lenti inn undir borðið og þar lá hann nú og enginn gaf honum hinn minnsta gaum. Ég hafði gefið Hinrik dýra gjöf af fátækt minni, en hann renndi engan grun í, hve dýrmæt hún var. Það voru fjórar stóreflis lagkökur á borðinu, og við vorum sextán, drengirnir. En ég borðaði bara eina sneið. Mamma Hinriks spurði undrandi, hvers vegna ég vildi ekki meira, en ég sagðist ekki vera svangur. Það var líka hverju orði sann- ara. Hún gekk burt með fatið. Ég gat ekki varizt þvi að gjóta augunum yfir að gjafaborðinu, þar sem kassinn minn lá á gólfinu fyrir innan einn borðfótinn, rétt eins og honum væri ofaukið og yrði fleygt hið allra fyrsta. Ég tók ekki aftur gleði mína, fyrr en töframaðurinn kom. Við höfðum leikið okkur um hríð, en nú átti hann að skemmta okkur, á meðan lagt væri á borð. Við sátum í hring umhverfis hann, og hann gerði furðulegustu hluti. Að vísu töfraði hann ekki kanínur út úr nefinu á neinum okkar, en hann lét kanínur hoppa upp úr pípuhatti, sem virtist galtómur. Þær voru tvær, ósköp litlar og lafhrædd- ar og stukku undir skáp, en strákarnir voru ekki seinir á sér að handsama þær. Hann gat líka breytt vatni í vín og tekið peninga upp úr læstum bauki. Ég fékk leyfi til að skoða baukinn, áður en hann tók til við töfrabrögðin, og gat borið vitni um, að hann var galtómur, en þegar töfra- maðurinn opnaði hann, var hann fullur af fimmeyringum. Því næst bað töfra- maðurinn mig að lána sér annan lakkskó- inn minn. Ekki veit ég, hvers vegna hann valdi mig, sennilega af því að ég sat næst- ur honum, en ég tók af mér skóinn í mesta sakleysi. Ég botnaði ekkert í, af hverju drengirnir fóru að hlæja, þegar ég rétti honum hann. „Þetta er dálaglegur lakkskór," gall í óla feita og töframaðurinn bætti við: ,,Já, þetta getur einna helzt kallazt inni- skór, en það er svo sem vel hægt að nota hann fyrir því!“ Og svo tók hann lifandi kanarífugl upp úr skónum. Ég fann, að ég stokkroðnaði og mér fannst mér enn- þá meira ofaukið en áður. Töframaður- inn hélt þannig á skónum, að allir hlutu að reka augun í, að reimin var hnýtt sam- an á tveim stöðum. Ég hafði sagt mömmu frá því, að reimin hefði slitnað, en hún hafði þá enga aura handbæra í svipinn og við það sat. Mig fór að langa heim, þó að afmælis- veizlan stæði sem hæst. Ég fékk skóinn minn aftur, og töframaðurinn hélt áfram sýningunni, en mér fannst ekki jafnmikið til um töfrabrögð hans og áður. Mér varð litið á félaga mína, einn af öðrum og ég sá, að þeir voru allir betur klæddir en ég. Ég hafði aldrei veitt því eftirtekt fyrr, að verulegur munur væri á klæðaburði okkar, en nú gekk ég þess ekki lengur dulinn, að svo var. Ég var líka sá eini, sem ekki var í lakkskóm, og það olli mér óþægindum. Ég hafði alltaf haft mestu skömm á lakkskóm, en á þessu augnabliki óskaði ég þess af innsta hjartans grunni, að ég hefði eina á fótunum. En ég átti eftir að þola ennþá sárari niðurlægingu, áður en setzt væri að borð- um. Töframaðurinn hafði lokið brögðum 24 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.