Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 26

Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 26
enginn veitti mér minnstu athygli? Hin- rik hafði fleygt gjöfinni minni undir borð, svo að það var ekki nema sanngjarnt, að ég fengi einhverjar sárabætur. Ég hafði heppnina með mér og fyllti hinn vasann, án þess að nokkur yrði þess var. Mér fannst ég vera að hefna þeirrar auðmýk- ingar, sem ég hafði orðið að þola fyrr um kvöldið. Pési myndi verða stóreygur, þeg- ar hann sæi það, sem ég kæmi með. Hann var ekki annað en barn og hafði hlakkað til þess arna í laumi. Ég steingleymdi því, að ég hafði sjálfur hlakkað til þessa kvölds. Ég var nú orðinn svo stór, að það var mál til komið, að ég færi að létta undir með pabba, þegar hann þarfnaðist hjálpar minnar svo mjög, sem raun bar vitni. ★ Klukkan níu um kvöldið lauk afmælis- veizlunni og við þustum fram í anddyrið til þess að leita að yfirhöfnum okkar. Ég vissi upp á hár, hvar frakkinn minn hékk og flýtti mér í hann. Hinrik og móðir hans stóðu við dyrnar, og ég kvaddi þau og þakkaði fyrir heimboðið. Mamma Hinriks spurði mig, hvort ég væri veikur, ég væri svo fölur, en ég gat engu svarað og hún lét það gott heita. Mér til mikillar skelf- ingar fann ég allt í einu, að frakkavas- arnir mínir voru tómir. Hvernig átti ég að geta komið upp nokkru orði, þegar ég var orðinn uppvís að þjófnaði? Ég ætlaði að forða mér sem fætur tog- uðu, en þá gerðist óvæntur atburður. Óli feiti stóð í miðju anddyrinu og orðlaus af undrun dró hann banana upp úr báðum frakkavösunum. Hann var svo agndofa, að hann reyndi ekki að malda í móinn, þegar hæðnishrópin gullu við allt í kring- um hann: „Fékkstu ekki nægju þína, auminginn! Þurftirðu líka að nesta þig heim? Á ég ekki að útvega þér tösku eða körfu? Kannske þú komir aftur á morgun og haldir áfram að næra þig?“ Ég gerði enga tilraun til að koma Óla til hjálpar. Það var ekki fallegt af mér, það játa ég, en hann hafði sjálfur fyrir- gert allri samúð. Hann hafði gert mig að skotspæni allra drengjanna, og nú hefndi ég mín. Enginn myndi trúa honum, þegar hann loksins hefði náð sér svo, að hann reyndi að afsaka sig. Nei, enginn myndi trúa honum né leggja honum lið. Það rigndi ennþá. Ég fór fyrstur allra og ég mætti pabba við hliðið. Hann hafði staðið í skjóli við tré og beðið mín. Hann spurði, hvernig ég hefði skemmt mér, og þegar ég svaraði engu, spurði hann einsk- is frekar. Ég veit ekki, hvort hann skildi mig, en ég held það þó. Og ég var honum þakklátur fyrir að segja ekki fleira. Ég greip í handlegg hans og við leidd- umst upp brekkuna á móti regninu, sem lamdi andlit okkar. S. Á. þýddi. Orðsending. ,,Húsfreyjan“ þakkar skilvísa greiðslu öllum hinum mörgu einstöku kaupend- um og innheimtumönnum blaðsins, sem þegar hafa gert skil fyrir þennan 8. árg. Jafnframt eru þeir, sem enn hafa eigi greitt blaðið, vinsamlega minntir á að gera það sem fyrst. Gjalddagi er, sem kunnugt er, fyrir 1. okt. ár hvert. Afgreiðslu og innheimtu annast nú Svafa Þórleifsdóttir, Framnesveg 56 a. Kaupendur blaðsins eru beðnir velvirð- ingar á þeim drætti, sem orðið hefur á útkomu þessa síðari hluta 8. árgangs. Verður hér gerð nokkur grein fyrir or- sökum þess. Útkoma 3. heftis tafðist vegna þess að landsþing K. í. var eigi haldið fyrr en í september. Kjörtxmabil fyrri útgáfustjórnar var útrunnið í lok júnímánaðar síðastl., en ný ritstjórn varð ekki kosin fyrr en á landsþinginu. Vegna þessa var sú ákvörðun tekin, að 3. og 4. tölublað yrði sameinað, án þess þó að kaupendur misstu nokkurs í, hvað lesmál snertir. Áformað var að þetta tvö- falda tölublað kæmi talsvert fyrr út en raun er á orðin. En sá dráttur er ein- göngu af völdum veikinda (inflúensu). 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.