Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 32

Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 32
ekki að vera svo fjarskalega, flókið eða fyrihafnarmikið reikningshald. En það gæti verið fróðlegt og jafnvel gaman fyrir ykkur að sjá það svart á hvítu, hvernig peningum þeim, sem þér hafið til umráða til heimilishaldsins, er varið. Innan skamms mim koma út Minnisbók hús- mæðra, og mun hún auðvelda mjög svona reikningshald. Er hér birt sýnishorn af eyðublaði fyrir reikningshald einnar viku. Auðvelt er að strika sjálfur sams konar form í einhverja heppilega bók og fylla það síðan út. Væri nú ekki gaman að gera tilraun, færa nokkuð nákvæmlega, hvernig þér verjið heimilispeningum yðar, þó ekki sé nema stuttan tíma í einu. Heppilegast er samt að gera það a. m. k. eina viku eða helzt einn mánuð í einu. Ef þér flokkið útgjöldin eins og hér er sýnt, er auðveld- ara að fá heildarsýn yfir þau, svo hægt sé að vega og meta, hvar heppilegra sé að draga úr þeim og hvar megi bæta við. Að sjálfsögðu þurfa húsmæður að fá fulla vitneskju um fjárráð heimilisins, um tekj- ur þess og föst gjöld. Húsmóðir og hús- bóndi ræða um fjárráðin á komandi ári af fullri einlægni, gera áætlun um hag sinn og fjárhagshorfur, hvaða liði útgjald- anna megi lækka og hverja þurfi að hækka. Aldrei ættu gjöldin að fara fram úr tekjunum. Hverja smáskuld ætti að greiða svo skjótt sem nokkur kostur er. Það er órakin sú saga, hversu oft það hefur valdið óbætanlegri heimilisógæfu, að útgjöld hafa orðið meiri en tekjur þoldu. Minnizt þess ætíð, að skuldugur maður er ófrjáls og öðrum háður. Gott er að hafa í huga, að þeir peningar, sem fást með hagnaði í innkaupum og sparn- aði við heimilishaldið, eru algjörlega skattfrjálsir. Nýlega var hafin starfsemi til að efla sparifjársöfnun barna. Þessu ættu heimil- in að sýna fulla virðingu og styðja af fremsta megni. Börn þurfa víðast ein- hverja vasapeninga til umráða. Heppilegt er, að þau fái ákveðna upphæð vikulega eða mánaðarlega og að þeim sé þá frjálst að ráðstafa henni. Ekki er það hollt fyrir þau, að þeim séu gefnir peningar, hvenær sem þau biðja um þá, og þá kannske stundum eftir nokkurt þóf og nudd. Kennið börnunum einnig að áætla um það, hvernig þau muni verja peningum sínum. Heppilegast er að láta þau skrifa hjá sér, hvernig þau eyða þeim, það er hollt þeim síðar á ævinni að hafa tamið sér snemma aðgætni og hugsun í eyðslu fjármuna. Islendingar eru nú frjáls þjóð. Við er- um ekki lengur kúguð af erlendri einok- unarverzlun. Við erum ekki fátækari en flestar nágrannaþjóðir okkar, a. m. k. ekki ef hver einstaklingur býr og lifir samkvæmt þvi, sem land og þjóðarhagur leyfa. Stundum er líkast því, að við ætl- um að sýna umheiminum með stór- mennsku í fasi og háttum, að við séum engin smámenni, en í raun og veru er alls enginn sómi að því að ætla að sýna öðr- um auð sinn og völd með því að lifa um efni fram. Nágrannaþjóðir okkar brýna mjög hag- sýni fyrir húsmæðrum, og engin fyrirverð- ur sig fyrir það. Ýmis félög og samtök t. d. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð gefa út bæklinga, sem leiðbeina húsmæðrum í hagsýni við heimilisstörf og innkaup. Skyldu ekki svipaðar ráðleggingar eiga einnig erindi til íslenzkra húsmæðra. Von- andi verður efld sams konar starfsemi hér á landi innan skamms. Fyrir nokkru kom út frá neytendasamtökum í Dan- mörku (Forbrugerrád) leiðbeiningabók fyrir húsmæður, og kallast hún: Hugsið yður vel um, áður en þér verzlið, eða: Get ég gert betri kaup, hvernig fæ ég meira verðmæti fyrir krónuna mina. Frú Lis Groes fyrrv. ráðherra, sem er formað- ur samtakanna, skrifar formála fyrir bók- inni. Hún hvetur húsmæður til að afla sér góðrar þekkingar um vörur á mark- aðinum og segir, að það sé á valdi þeirra sjálfra, hvort þær geri góð eða slæm kaup, meðan þær láti bjóða sér slæma vöru. Hér þurfi einmitt nána samvinnu fram- Frh. á bls. 38. 32 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.