Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 38

Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 38
- Og heimur mun fœðast við fœtur þér Orðin, sem standa undir mynd, er nú prýðir forsíðu ,,Húsfreyjunnar“, las ég í fyrsta sinn austur á Indlandi. Þröng var í salnum, þar sem ljósmyndasýningin „Fjölskylda þjóðanna“ var til sýnis. Við útgöngudyrnar var þessi mynd af börn- unum tveimur. Telpan er ekki hávaxnari en svo, að stráin á götubrúninni ná henni í öxl, en bróðirinn Heldur föstu taki um heitan lófann og ótrauð feta þau götuna inn í sólgullið skógarrjóður, áfjáð í að kynnast dásemdum heimsins. Mér varð litið til hliðar, þar sem ég stóð og skoðaði myndina. Þeldökk, ind- versk kona stóð hjá mér og lét lítið barn hvílast á mjöðm sér. Litli anginn brá fingri í munn sér og sperrti berar tærnar út í loftið, er hann tók eftir þessari skrítnu, útlendu konu, sem horfði á hann. En móðirin brosti við mér. Við litum báðar á myndina og aftur á barnið henn- ar. Hún hló lágt, strauk mjúklega hendi um svarthærðan koll barnsins, brosti til mín á ný og hvarf í mannþröngina. FÆRIÐ HEIMILISREIKNIN G A Frh. af bls. 32. leiðanda, verzlana og neytanda. Ennfrem- ur er í þessum bæklingi lögð áherzla á það, að kaupendur fái upplýsingar í verzl- unum um gæði varanna, húsmæður og aðrir kaupendur eiga að spyrja verzlunar- fólkið ítarlega um gæðamerki á vörum og krefjast þess, að það geti gert grein fyrir, hvaða vörur það hafi að bjóða, hvaða efni sé um að ræða í hverri vöru- tegund, hvernig hún sé heppilegust í notk- un, hverja meðferð hún þurfi o. s. frv. Þetta eru aðeins sjálfsagðar upplýsingar, sem seljendur eiga að geta gefið, en hús- mæður þurfa svo að vera dómbærar á, hvort þeim sé gefin rétt vitneskja um Við þurftum ekki orð til að skilja hvor aðra, hin indverska og íslenzka kona. Báðar munu hafa óskað þess, að svo örugg og indæl mætti verða æska allra barna, hvort sem þau eru fædd undir bragandi norðurljósum norðursins eða sólarbruna suðursins, meðal smáþjóða eða milljónaþjóða. Og hjá öllum þjóðum er hlutverk móðurinnar hið sama: Að veita barninu öryggi og styrk, til að það geti vonglatt þrætt brautina inn í hinn óþekkta heim framtíðarinnar. Mannlegar tilfinningar eru alls staðar þær sömu. Ást og söknuður, harmur og huggun, skortur og velsæld orka alls staðar eins á mennina. Því ætti að vera auðvelt að skilja meðbróðurinn, hvar sem hann býr, og skilningurinn er leiðin til vináttu og friðar. Þann boðskap flutti ljósmyndasýningin ,,Fjölskylda þjóðanna" hverjum þeim, sem hana sá. S. Th. hvern hlut. Því miður er mikill misbrest- ur á því í mörgum verzlunum hér á landi, að góðar upplýsingar um vöruna séu fá- anlegar, oft fást engin svör, ef spurt er um, hvers konar vara sé þar á boðstól- um, og stundum eru gefin röng svör. Hef ég rekið mig á, að afgreiðslufólk gefur jafnvel allt aðrar upplýsingar en gefnar eru á prentuðum merkimiðum, sem fylgja sumum vörum frá þekktum verksmiðjum og gera þá grein fyrir notkun vörunnar og jafnvel meðferð. Á þessu þyrfti að verða skjót og gagnger breyting. En ár- angur í þessum efnum er fyrst og fremst kominn undir vilja hvers einstaklings, og hver húsmóðir gæti gert sitt til þess með skjótum aðgerðum og góðum vilja. S. Kr. 38 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.