Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 43
SÆNSK EPLAKAKA
7 epli
1 dl. vatn
Sykur eftir þörfum
Rifinn börkur af
1 appelsínu
100 gr. smjörlíki
150 gr. sykur
50-75 gr. möndlur
eða hnetur
1 msk. hveiti
1 msk. rjómi
eða mjólk
Eplin eru þvegin, flysjuð og skorin í
bita. Kjarnahúsið tekið úr. Sett í pott
ásamt vatninu og appelsínuberkinum.
Soðið þar til eplin eru komin í mauk, þá
er sykur settur saman við og maukinu
síðan hellt í vel smurt eldfast mót.
Sykur, smjörlíki, möndlur (flysjaðar
og saxaðar gróft), rjómi og hveiti sett í
þykkbotnaðan pott og soðið saman. Hrært
vel í. Hellt yfir eplamaukið. Bakað við
225° í nál. 20 mín., eða þar til möndlu-
deigið er gulbrúnt. Kökuna má bera fram
heita eða kalda eftir vild, ágæt með
þeyttum rjóma.
Útbúa má kökuna i mótið, geyma hana
á köldum stað og baka hana, þegar vill.
GÓMSÆT EPLAKAKA
8 epli, aldinmauk 2 egg
100 gr. smjörlíki 2 dl. hveiti
1% dl. sykur
Eplin eru flysjuð, kjarnahúsið holað út.
Eplin eru núin með sítrónu og raðað í
vel smurt eldfast mót. Aldinmauk eða
hlaup sett á miðjuna.
Smjörlíki og sykur hrært, þar til það
er létt og ljóst. Eggjarauðunum hrært
saman við, einni og einni í senn. Hveitið
sáldrað, hrært saman við. Eggjahvítumar
stifþeyttar, hrært varlega saman við deig-
ið. Deiginu hellt yfir eplin. Kakan bökuð
við 225° nál. 20 mínútur eða þar til hún
er gulbrún. Borðuð volg með þeyttum
rjóma.
Hér eru svo að lokum nokkrar upp-
skriftir að sælgæti, sem börnin geta feng-
ið að spreyta sig á að búa út.
HRAUN
125 gr. plöntufeiti V2 pk. Rice krispies
125 gr. flórsykur eöa Corn-flakes
65 gr. kakaó
Plöntufeitin brædd, sykur og kakaó
sáldrað út í. Krispiið hrært saman við.
Látið með teskeið á smjörpappír, losað
af með hníf, þegar það hefur stífnað.
Geymt á köldum stað. Ágætt er að setja
rúsínur og möndlur saman við.
MJÚKAR KARAMELLUR
IV2 dl. sykur 1 msk. smjörlíki
2V2 dl. rjómi Vanilludropar
4-5 msk. kakaó, fullar
Sykur, rjómi og kakaó sett í þykkbotn-
aðan pott, soðið og hrært stöðugt í, þar
•til hægt er að hnoða dropa, sem látinn
hefur verið drjúpa í kalt vatn, milli fingr-
anna. Tekið af eldinum. Smjörliki og van-
illudropunum hrært saman við, þeytt þar
til það er seigt og jafnt. Hellt á smurða
plötu. Skorið í bita, þegar það er orðið
kalt.
KAKAÓKÚLUR
4 msk. flórsykur, fullar Vanillusykur
2 msk. sjóðandi vatn Kókusmjöl
4 msk. kakaó, fullar eða saxaðar hnetur
Sáldrið flórsykurinn og hrærið hann
með sjóðandi vatninu. Þar í er kakaóinu
hrært. Þeytt þar til það fer að stífna.
Smáar kúlur mótaðar milli handanna,
setjið flórsykur á hendurnar. Kúlurnar
settar á fat, flórsykri sáldrað yfir þær.
Eftir nál. 2 klst. er þeim velt upp úr
kókusmjöli eða söxuðum hnetum.
HÚSFREYJAN 43