Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 44

Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 44
SIGRID UNDSET: Úr bókinni „Hamingjudagar heima í Nor egi“ í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar. Birt hér með leyfi þýðandans. Jólanóttin er helgasta stund ársins í Noregi. Fyrir Andrési og Hans hófst jóla- helgin þegar á aðfangadagsmorgun, er tréð var borið inn í stóru dagstofuna, og Thea fór upp í þakherbergi eftir öllum öskjunum með jólatrésskrautinu. Dreng- irnir voru önnum kafnir við að búa um allar jólagjafirnar og skrifa utan á þær. Þeir urðu blekugir um hendurnar og ull- arpeysurnar þeirra blettóttar. Mamma var niðri í stofu og skreytti tréð. Alltaf öðru hverju áttu drengirnir eitthvert er- indi inn. „Mamma, hvernig stafar hún Karlotta nafnið sitt?“ Auðvitað þurftu þeir að fylgjast með og sjá allt gamla skrautið einu sinni enn. Litli postulínsengillinn var efst í trénu. Afi og.amma höfðu fengið hann frá for- eldrum Afa í Þrándheimi, þegar Mamma, sex mánaða gömul, átti sín fyrstu jól. Á hverju ári fór eitthvað af skrautinu for- görðum, og Mamma keypti nýtt í skarð- ið. Andrés mundi, hvað var gamalt, eldra og elzt. Síðasti baksturinn hennar Theu voru jólakökurnar. Þegar hún hafði tekið þær úr ofninum og lagt þær í röð á borðið, stórar, brúnar að lit og sívalar, morandi í rúsínum og sykruðum sítrónuberki, var öllu heimilisfólkinu skenkt kaffi í borð- stofunni, því að á aðfangadagskvöld var jafnan borðað seint. En Mamma og Thea urðu oft að bregða sér frá borðinu, því að margan bar að garði á meðan, — vikadrengi frá verzlunum með síðustu jólapantanirnar og sendla frá blómabúð- unum. Á jólunum senda kunningjar og vinir hverjir öðrum blóm, og bráðlega bárust svo margir vendir og krúsir með alls konar mislitum, angandi blómum, að erfitt var að koma þeim öllum fyrir. Að hverjum dreng þurfti að víkja ein- hverju. Andrés hafði boðizt til að hafa gætur á póstkassanum niðri við veginn og hlaupa til póstsins með umslagið, sem jólagjöfin hans var í. „Það er mikið að kólna,“ sagði And- rés, þegar hann kom inn, „og snjóilm- ur í loftinu.“ Klukkan sex á aðfangadag er snædd- ur miðdegisverður, alltaf sömu réttirnir: hrísgrjónagrautur, soðinn þorskur og rauðvín. Undir niðri eru drengirnir ekki sérlega hrifnir, hvorki af grjónagrautn- um eða súru, rauðu víninu. En þetta er nú jólamaturinn á þeirra heimili, af því 44 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.