Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 45
að pabbi Mömmu hafði alltaf þorsk og
grjónagraut þetta kvöld á sínu heimili.
Víða í Noregi helzt sú kaþólska venja
enn að hafa ekki kjöt á borðum á jóla-
nótt, þótt nú séu liðnar fjórar aldir, síð-
an lútersk trú gekk þar í garð. En óvenju-
legur hátíðablær er yfir öllu. Fólkið kem-
ur að borðinu í sparifötunum, rafljósin
eru slökkt, því að á jólanóttina eiga að-
eins að brenna blaktandi kertaljós, og
þau loga í hverjum krók og kima.
Borðið var skreytt blómum, og kertin
voru í gömlu, ensku stjökunum, og í
kringum þá hafði Thea lagt sveig úr
greni- og furugreinum og kornöxum. Og
þegar öllu var á botninn hvolft, reyndist
grjónagrauturinn, með sykri og kanel-
berki og stórum smjörbita á miðjum
diski, alls ekki sem verst. Svo var alltaf
í honum ein mandla, og sá, sem hreppti
hana, átti heilt hamingjuár í vændum.
Áður fyrr var venjan sú, að sá, er hlaut
möndluna, fékk sérstaka jólagjöf. En Afi
vildi ala börn sín upp í þeim anda, að
sælla væri að gefa en þiggja, og breytti
þessu svo, að sú af stúlkunum hans, er
hneppti hnossið, skyldi fá að afhenda
jólagjafirnar sínar á undan hinum. En
Mamma sagðist ekki geta munað eftir,
að þessi fallega hugsun Afa gamla hefði
nokkurn tíma mælzt vel fyrir hjá henni
eða systrum hennar, svo að hún ákvað,
að mandlan skyldi blátt áfram færa eig-
andanum hamingju á nýja árinu.
Og Tulla sat og var svo glöð, að hún
skellihló í sífellu, og allir voru glaðir
„hennar litlu vegna“, eins og Hans komst
að orði. Tullu þótti góður grauturinn, en
þó var enn betra að fá að horfa á kerta-
ljósin og sjá þau flökta og blossa, ef hún
blés á þau. Og það var Tulla, sem fyrst
hóf höfuðið, hlustaði og sagði: „Ding,
dong, ding, dong.“ . . . Tulla varð fyrst
til að heyra kirkjuklukkurnar hringja
jólin í garð.
Og nú tóku allir rauðvínsglösin og
gengu út á stétt.
Klukkurnar hljómuðu, og léttur and-
varinn bar greinilega hljóðið frá litlu
klukkunni í kapellunni á Vingrum hin-
um megin við stöðuvatnið. Nóttin var
stjörnubjört, og ljós skein úr hverjum
glugga í nágrenninu. Yfir skógi þaktar
hæðirnar bar ljósaþyrpingar bændabýl-
anna. Allir stóðu hljóðir, horfðu og hlust-
uðu. Svo lyftu þeir glösunum, og hver
bauð öðrum gleðileg jól. Hans svelgdi
rauðvínið í einum gúlsopa, eins og það
væri beiskasta lyf, því að honum þótti
það ærið súrt, þótt ekki vildi hann kann-
ast við annað en að vín væri gott.
Nú var kominn tími fyrir Mömmu að
fara niður í dagstofu og kveikja á jóla-
trénu. Og þá fyrst hófst nú sjálf hátíðin.
Undravert, að alltaf er það jafn há-
tíðlegt ár eftir ár, hugsaði Mamma. Það
skíðlogaði á stóra arninum. Kvoðukennd-
ir furudrumbar snörkuðu í eldinum.
Flöktandi, rauðri birtu brá á þiljurnar,
sléttar eins og silki, ef um þær var strok-
ið, og mýktar af elli, og um gamla, brúna
bókakili með gylltu, fölnuðu letri. Kerta-
ljósin frá jólatrénu og tveimur stóru,
gömlu stjökunum, sem einu sinni höfðu
staðið úti í kirkju, spegluðust í gluggun-
um, en úti hjúfraði dökkbrýnd nóttin sig
upp að rúðunum. Loftið var þrungið un-
aðslegum ilmi frá lifandi furugreinum og
bræddu vaxi, liljum og rósum. Mamma
flutti stólinn til Tullu, og Andrés las jóla-
söguna fyrir þær. 1 miðjum lestrinum
gerði Neri uppþot, ýlfraði og vældi og
heimtaði upp í fangið á Andrési. Aum-
ingja hvolpurinn var hræddur við öll
þessi undur . . . Eftirlætisskepnum er
jafnan illa við allar breytingar á dag-
legum venjum. Báðir kettirnir hurfu úr
húsinu um kvöldið. Þeim leizt ekki á
þessa bliku . . . Og Neri var sífellt órór.
Njörður einn lét sér hvergi bregða. Hann
HÚSFREYJAN 45