Húsfreyjan - 01.09.1957, Page 52
ekki hefur enn komið fram vilji sambandanna
úti um land í því máli.
IX.
Ályktun um þátttöku í Landssambandi
gegn áfengisbölinu.
í framhaldi af ályktun síðasta landsþings um
þátttöku í stofnfundi Landssambands gegn
áfengisbölinu samþykkir þingið, að K. í. skuli
vera aðili að samtökum þessum.
B. Áskoranir og ályktanir til kvenfélaga
og héraðssambanda.
I.
Ályktun um heimilisiðnaðarmál.
Þingið beinir þeirri áskorun til allra kven-
félaga innan sambandanna, að þau stofni heim-
ilisiðnaðarnefnd innan hvers kvenfélags, sem
hafi svo samband við Heimilisiðnaðarfélag ís-
lands, sem mun lána fyrirmyndir til að vinna
eftir.
II.
Áskorun um handavinnukennslu barna
og unglinga.
Landsþingið skorar á kvenfélög víðs vegar um
landið að taka til rækilegrar athugunar og um-
ræðu handavinnukennslu barna og unglinga í
smáskólum og dreifbýli (farskólum). Telur þing-
ið nauðsynlegt, að konur fylki sér fast um það
að fá þvi framgengt, að öll börn og ungmenni
njóti lögboðinnar tilsagnar í handavinnu eigi síð-
ur en bóklegum fræðum.
III.
Ályktun um fjárstyrk til garðyrkjunámskeiða.
Þingið beinir því til kvenfélaga og kvenfélaga-
sambanda, að þau leiti eftir fjárstyrk hjá bún-
aðarfélögum, hvert á sínu svæði til stuðnings
garðræktar á heimilum, þar sem ræktunarmálin
og fjárveiting til þeirra eru algerlega í höndum
búnaðarfélaganna.
C. Ályktanir og áskoranir um ýmis
almenn mál.
I.
Tillögur og ályktanir um orlof húsmæðra.
1. Landsþing Kvenfélagasambands íslands
leggur áherzlu á það, að öllum, sem vinnu
stunda, sé nauðsynlegt að fá árlega hvíld frá
störfum sínum: orlof, og telur, að þeir, sem ekki
fá ákveðinn orlofstíma árlega, ættu að kappkosta
að veita sér orlof einhverntíma ársins.
Sérstaklega vill þingið beina því til heimil-
anna, að þau reyni að koma því svo fyrir, að
húsmóðirin geti átt kost á orlofi árlega.
Til þess að orlof, sem veitir hvíld og tilbreyt-
ingu, geti orðið almennt, telur þingið nauðsyn-
legt, að komið sé upp hvíldar- og gististöðum,
þar sem fólk getur dvalizt við sanngjörnu verði
og bendir í þessu sambandi á skólabyggingar
landsins til reksturs gistiheimila um lengri eða
skemmri tíma. Þingið telur, að K. í. eigi að taka
húsmæðraorlofsmálið á starfsskrá sína og vinna
að því með félagsdeildum sínum.
Vill þingið hvetja héraðssamböndin til þess að
koma á fót húsmæðraorlofsnefndum, sem hefji
undirbúning málsins hver á sínu svæði.
2. Þingið ákveður að kjósa nefnd, sem vinnur
áfram að málinu ásamt stjórn K. í. Sé málið lagt
fyrir næsta formannafund og landsþing K. í. til
frekari umræðna og athugunar.
3. Þingið leggur áherzlu á það, að skilyrði
þess, að önnur starfsemi vegna húsmæðraorlofa
komi að gagni, sé það, að lögin um heimilis-
hjálp í viðlögum komist almennt til fram-
kvæmda.
4. Þingið beinir því til væntanlegrar milli-
þinganefndar, að hún veiti húsmæðraorlofsnefnd-
um, sem kynnu að komast á fót, þær upplýs-
ingar, sem unnt er.
II.
Áskorun um námskeið fyrir handavinnukennara.
Þingið skorar á fræðslumálastjórn að halda
árlega námskeið fyrir handavinnukennara í hin-
um ýmsu landshlutum, eins og þegar hefur verið
byrjað á.
III.
Áskorun um húsmæðrakennaraskóla íslands.
Þar sem jafnan er skortur á lærðum hús-
mæðrakennurum og engir nýir kennarar geta
bætzt við á næsta vori, beinir landsþingið þeirri
eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar að koma
því til leiðar, að Húsmæðrakennaraskóli íslands
hefji starf á ný sem allra fyrst og eigi siðar en
haustið 1958.
Jafnframt álítur þingið, að í sambandi við
væntanlegan húsmæðrakennaraskóla sé óhjá-
kvæmilegt að hafa heimavist fyrir nemendur.
IV.
Áskorun um stofnun uppeldisskóla
fyrir ungar stúlkur.
Samkvæmt 37. gr. laga, sem sett voru fyrir
10 árum, er ríkinu skylt að setja á stofn og reka
uppeldisskóla fyrir ungar stúlkur. Telur lands-
þingið með öllu óviðunandi, að ríkisstjórnin skuli
52 HÚSFREYJAN