Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 229
Ritdómar
227
mál. Mette Kun0e skrifar um „Kenningar um barnamál“ og ræðir þar lítillega
deilu Chomskys og Skinners. Slíkt hið sama gerir David Stringer í greininni „Tvær
kenningar um mál og nám“ en sú grein er bæði ýtarlegri og snöggt um fróðlegri en
grein Kun0e. Þótt nauðsynlegt sé að gera grein fyrir skoðanaágreiningi Chomskys
og Skinners í riti sem þessu er það mat undirritaðs að heldur mikið sé úr honum
gert á kostnað annarra rannsókna sem ekki er fjallað um í Máli og máltöku. (T. a.
m. er ekkert að finna hér um nýlegar rannsóknir á því máli sem foreldrar beina
að börnum sínum.) Campbell og Wales farast svo orð í 4. grein bókarinnar sem
nefnist „Rannsóknir á máltöku": „T. d. virðist sá háttur, sem nú er hafður á, að
níða niður atferlissinna fyrir villandi og ófullnægjandi tilraunir til að útskýra mál-
töku, ekki koma málinu ýkja mikið við. Aðalatriðið er hvernig hægt er að ná
lengra en fræðimenn sem áttu ekkert undir atferlissinnum, eins og t. d. Leopold
og Sternhjónin" (bls. 100).
Þetta er vafalítið kjarni málsins og það er skemmtilegt til þess að vita að Camp-
bell og Wales reyndust furðu forspáir um gang máltökurannsókna síðastliðinn
áratug (en grein þeira kom fyrst út 1970). Leggja þeir félagar höfuðáherslu á nauð-
syn þess að kanna tjáskiptahæfni barnsins fremur en málhæfni í þröngum skiln-
ingi. Auk þess undirstrika þeir mikilvægi þess að hugað sé að vettvangi og að-
stæðum þegar menn leitast við að skilja mál barna. Nú þykir þetta sjálfsagt mál
meðal þeirra sem fást við barnamálskannanir en máltökutæki Chomskys (LAD
eða „language acquisition device") er nánast gleymt og grafið. T. d. kemur það
ekki við sögu í höfuðriti Clark-hjóna um málsálfræði (1977).
I 5. grein bókarinnar fjallar Slobin um „Forsendur málkerfisþróunar“. Er þetta
ítarleg grein þar sem Slobin veltir fyrir sér þeim „leiðsagnarreglum“ (vitsmuna-
legum eða málfræðilegum) sem börn notast við (ómeðvitað væntanlega) þegar þau
freista þess að tileinka sér mál fullorðinna. Of langt mál yrði að rekja efni grein-
arinnar hér, en að mati undirritaðs er þetta tvímælalaust merkasta grein bókar-
innar og fengur að hafa hana á íslensku. Næsta grein er eftir Roman Jakobson og
nefnist „Hljóðlögmál barnamáls". Jakobson freistaði þess á sínum tíma að leiða
lögmál þessi út frá kenningu sinni um deiliþætti fónema. Einnig hélt hann því fram
að við máltap kæmi fram „í öfugri röð það, sem gerðist í máltökunni“ (bls. 158).
Þeir munu nú fáir sem aðhyllast kenningar Jakobsons en engu að síður á grein
hans fullan rétt á sér í safni sem þessu. Jakobson reyndi að setja fram einfalda og
„fallega" kenningu um máltöku og málstol. En — því miður — nú er ljóst að
fyrirbærin eru síst einföld og vísast verulega „subbuleg", enda hníga margvísleg
rök að því að börn beri sig með misjöfnum hætti að því að læra málhljóðin.
Síðustu tvær greinar bókarinnar skoða málnám í félagslegu samhengi. Koma
þar tveir nýir kappar til sögunnar, Bernstein hinn breski og Labov hinn bandaríski.
Flytur Kun0e lof um hinn fyrrnefnda í grein sinni „Mál barna mótast af umhverfi"
en Sven Lange um hinn síðarnefnda í greininni „Er til gallað mál?“. Lange kvartar
um að þeir Svíar viti lítið um málveruleika þann sem sænsk börn búa við. Síðan
segir hann: „Meðan við bíðum rannsókna, sem varpað geti ljósi á málsamfélag
okkar, verðum við líklega enn um langan aldur að láta okkur nægja að færa okkur
í nyt erlendar skýrslur og rannsóknarniðurstöður á þessu sviði" (bls. 167).