Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 22
20
Ásgeir Bl. Magnússon
ortar um eða upp úr 1500, en hdr. er frá 17. öld — sjá Björn K. Þór-
ólfsson 1934), sbr. einnig nno. baust kk. ‘ljóstur’ og fornnorræna auk-
nefniS bausti kk. Mér finnst þó eðlilegra að gera ráð fyrir aS beysta og
bausta séu mismunandi framburðarmyndir sömu sagnar og það því
fremur þar sem önnur þeirra, þ. e. bausta, sýnist taka við þegar hin
virðist hverfa úr mæltu máli og einmitt í lok afkringingarskeiðsins.
Norrænar granntungur gefa heldur ekki tilefni til að gera ráð fyrir
sérstakri ön-sögn *baustðn jafnframt /an-sögninni *baustjan, sbr. nno.
btþysta, sæ. bösta og d. bþste. En úr þessu verSur, sem fyrr segir, ekki
skorið með neinni vissu.
Ekki er heldur fullljóst um tengsl sagnmyndanna að hraufa og hreyfa
(sbr. Halldór Halldórsson 1947:253-254) — þ. e. hvort þar eru á ferð
mismunandi framburðarmyndir sama orðsins eða ekki. Allmörg dæmi
og sum gömul eru um so. hraufa. Guðmundur Andrésson nefnir hana í
orðabók sinni og telur að hún merki ‘færa smávegis til, hreyfa úr stað’,
og hann þýðir no. hraufan kvk. með ‘raptatio’ (þ. e. ‘hrifsun, hróflan’).
Samkvæmt Jóni frá Grunnavík (orðabókarhandrit) merkir hraufa ‘reyta,
krukka í, hrófla við’: h. við sári. Allalgengt virðist orðasambandið að
hraufa við ‘hrófla við’. Einnig þekkist hraufa sér ‘hreyfa sig’, hrak-
hraufa ‘hrófla við’ og hrakhraufast ‘haggast’. Þessi dæmi virðast styðja
það að hér sé um víxlmyndir sama orðs að ræða. Að vísu mælir það
heldur gegn því að sögnin er jafnan beygð sem ðn-sögn (m. a. í orða-
bókum Guðmundar Andréssonar og Jóns frá Grunnavík), sem og af-
leidda no. hraufan kvk., en þaS eitt sér þarf ekki að vera hér til fyrir-
stöðu. Meira vegur hitt aS hreyfingarmerking so. hraufa virSist hafa
æxlast af merkingunni ‘rífa í, róta til’ e. þ. h. og sögnin vera í ætt viS
lo. hrjúfur og sagnirnar hrofna og hrufla. En merking hinnar torskýrSu
sagnar hreyfa er tæpast þannig tilkomin — og því vafasamt aS hér sé
um mismunandi framburSarmyndir sama orSs aS ræSa.
Þess er áður getið að ekki sé fullvíst um framburð ey-s áður en það
afkringdist, en flestir telja að það hafi verið borið fram svipað og au
nú, þ. e. báðir hlutar tvíhljóðsins hafi verið kringdir, hvað sem fyrr
hefur verið. Sé skýringin hér að framan á tvímyndunum geyma og
gauma rétt styður hún þá skoðun, því ef fyrri hluti tvíhljóðsins ey hefði
veriS ókringdur mætti ætla aS geyma hefSi orSiS *gjauma, sbr. kyssa/
kjussa. Þá bendir og samfall ey og au í framantöldum orðum til þess að
hljóðgildi þeirra hafi verið orðið nokkuð áþekkt um það leyti er af-
kringingin átti sér stað. Á eldra stigi, t. d. á 13. og 14. öld, hefur au