Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 165

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Síða 165
Ritdómar 163 fúl-li), og loks yfirlit yfir þær margvíslegu breytingar, sem verða í hk. nf./þf. et. irík-t, blaut-t, blá-tt, svart-0 o. s. frv.) Þá er afar óheppilegt, að ekki er gert ráð fyrir nema einni beygingu lo., í stað þess að fjalla annars vegar um lo., sem enda á -in-n (bogin-n, talin-n, heiðin-rí), og hins vegar um önnur. Þess í stað er nánast fjallað um hvert beygingardæmi fyrir sig og engin tilraun gerð til þess að tengja saman beygingardæmi eins og bogin-n og talin-n, rétt eins og þau séu jafn ólík og t. d. rík-ur og bogin-n. Mun réttari mynd hefði fengist af beygingu lo. með því að fjalla um úi-lo. sem einn flokk og lh. þt. af veikum sögnum fyrsta flokks (talin-n) sem undirflokk þeirra. Þá er sagt, að nokkrir (einige) lh. þt. af sterkum og veikum sögnum beygist eins og boginn, t. d. heppinn, fundinn og farinn. Vandi er að sjá, af hvaða sögn lo. heppinn er dregið, og auk þess fer því fjarri að það séu „nokkrir" lh.-þt. sem beygjast á þennan hátt, þar sem nánast allir lh. þt. af sterkum sögnum beygjast svo. Á bls. 68 er sagt, að flestir (die meisten) lh. þt. af veikum sögnum beygist eins og talinn. Þetta er auðvitað alrangt, þar sem aðeins lh. þt. af veikum sögnum fyrsta flokks beygjast þannig, og auk þess er alls ekki að því vikið, að tannhljóðsviðskeyti (veikar rnyndir) innan þessarar beygingar er ekki bundið við -d- (talin-, tald-), heldur getur einnig verið -t- eða -ð- (vakt-ir, marð-ir) eftir ákveðnum reglum. Um töluorð og fornöfn er fjallað í örstuttu máli, og er ekki ástæða til að staldra við þá þætti hér, enda er nánast um mjög knappa upptalningu aðalatriða að ræða. Það vekur þó nokkra furðu, hve lítinn mun MP gerir hér á milli aðal- atriða og aukaatriða. í knappri umfjöllun um fornöfn, þar sem ýmis fornöfn eru ekki tekin með og merkingu og notkun fæstra gerð viðhlítandi skil, gefur MP sér samt tíma til að gera grein fyrir tvímyndum eins og eng-/öng-, sem varla getur talist brýnt í byrjendabók sem þessari. 3. í umfjöllun sinni um sagnir fjallar MP um sterkar sagnir og veikar á hefð- bundinn hátt. Byrjað er á því að fjalla um kennimyndir sagna, taldar upp þær sagnmyndir, sem leiddar eru af hverjum sagnstofni, án þess þó að gerð sé grein fyrir þeim reglum, er um þessi atriði gilda, gefið sé yfirlit yfir persónuendingar sagna og hljóðvörp, annars vegar þau, sem bundin eru fh. nt. et. og hins vegar önnur. Framsetning er ekki nógu skýr og ekki til þess fallin að létta lesendum lærdóminn, sem flestum þykir þó nógu snúinn fyrir. í staðinn fyrir að sett sé fram heildaryfirlit yfir persónuendingar sagna — í fh. og vh. nt. og þt. — virðist tilviljun undirorpið, hvaða persónuendingar eru tilgreindar hverju sinni. Af sögn- inni að bjóða eru þannig 1. p. fh. nt. et. (býð) og 1. p. fh. nt. ft. (bjóðum) tilgreind- ar — og er það ágætt út af fyrir sig — en ekkert þar á milli, né heldur útskýrt, hvers vegna nauðsynlegt er að tilgreina tvær myndir fyrir fh. nt. Sami háttur er hafður á um vh. nt., og er þó sagnstofn þar alltaf óbreyttur og því óþarft að tilgreina nema eina mynd, að viðbættum reglum um persónuendingar í vh. nt. Þegar kemur að fh. þt., eru allar myndir tilgreindar, þar sem tvær hefðu nægt, án nokkurra skýringa. Yfirlit yfir persónuendingar veikra sagna má að vísu finna síðar í bókinni (bls. 102) og yfirlit yfir endingar sterkra sagna í fh. et. nt. (bls. 112), þegar búið er að fjalla um beygingardæmi þessara sagna. Miklu heppilegra hefði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.