Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 167

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 167
Ritdómar 165 ingafræðilegum atriðum, og hér á eftir verður tekið tillit til þessa eftir því sem ástæða þykir til. Ekki er svigrúm til að fjalla um þennan þátt bókar MP eins ítar- lega og vert væri, og verður því aðeins drepið á nokkur atriði. Er fjallað er um notkun ákv. gr. segir MP á bls. 130, að standi nafnorð með eftirfarandi eignarfornafni, sé oft bætt greini við no., t. d. húsið mitt, barnið mitt. Ekki er minnst á orðasambönd af þessu tagi, þar sem útilokað er að nota ákv. gr. (álit mitt, sonur minrí). Slíkar orðskipanir eru að sjálfsögðu mjög algengar í ís- lensku og reglur um notkun ákv. gr. í stórum dráttum skýrar. Því hefði verið full ástæða til að minnast á þetta atriði, og því fremur sem hér er enn um að ræða atriði, sem veldur útlendingum erfiðleikum. Á bls. 64-65 fjallar MP m. a. um notkun sterkrar og veikrar beygingar lýsingar- orða og segir m. a., að sterk beyging sé notuð, er lo. stendur hliðstætt með nafn- orðum án greinis (góður maður), en í ritmáli megi þó stöku sinnum (gelegentlich) finna sterka beygingu lo. með no. með ákv. gr. (blátt hafið). Hér er e-ð málum blandið, en þessa túlkun er þó raunar einnig að finna hjá Stefáni Einarssyni (1949: 116). Orðasambönd eins og blátt hafið, grár himinninn og holóttur vegurinn eru vissulega ekki bundin við ritmál. Sannleikurinn er sá, að hér er um kerfisbundinn mun að ræða, þar sem lo. vb. + no. ákv. gr. (veika barnið (en ekki hitt)) felur í sér samanburð, en lo. sb. + no. ákv. gr. er altækrar (absolut) merkingar (veikt barnið=barn sem er veikt). Þar sem menn hafa yfirleitt aðeins eitt nef — og samanburður því í hæsta máta óeðlilegur — getum við aðeins sagt: Hann nuddaði á sér bólgið nefið. Hér er ekki um neitt ritmál að ræða, og ótækt er að segja: Hann nuddaði á sér bólgna nefið, nema um einhvern tvínefja mann sé að ræða. Þegar fjallað er um eignarfornöfn, er engin grein gerð fyrir notkun afturbeygðra eignarfornafna, hvorki innan setningar né milli setninga, ekki gerð grein fyrir notkun þeirra miðað við önnur eignarfornöfn í 3. p. et./flt. Þetta er þeim mun bagalegra sem rétt notkun afturbeygðra eignarfornafna vefst sennilega hvað lengst fyrir útlendingum, er leggja stund á íslensku. Annað atriði, sem lengi vefst fyrir útlendingum, er læra íslensku, er notkun þolmyndar, einkum ópersónuleg þolmynd, þ. e. þm. af sögnum er taka þgf./ef. andlag og þm. af setningum með forsetningar- og atviksliðum. Átt er við þm.- setningar, þar sem þgf./ef. andlag gm.-setningar helst óbreytt í þm.: (1) a Hann kenndi stráknum (gm.) b Stráknum var kennt (þm.) (2) a Hann saknaði stráksins (gm.) b Stráksins var saknað (þm.) Enn fremur er átt við dæmi, þar sem fl. eða al. geta staðið framan við þolmyndar- sögn eins og í (3)b og (4)b — eða þá að þar getur staðið það eins og í (3)c og (4)c: (3) a Þeir sváfu í hlöðunni (gm.) b í hlöðunni var sofið (þm.) c Það var sofið í hlöðunni (4) a Hann svaf lengi (gm.) b Lengi var sofið (þm.) c Það var sofið lengi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.