Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Qupperneq 167
Ritdómar
165
ingafræðilegum atriðum, og hér á eftir verður tekið tillit til þessa eftir því sem
ástæða þykir til. Ekki er svigrúm til að fjalla um þennan þátt bókar MP eins ítar-
lega og vert væri, og verður því aðeins drepið á nokkur atriði.
Er fjallað er um notkun ákv. gr. segir MP á bls. 130, að standi nafnorð með
eftirfarandi eignarfornafni, sé oft bætt greini við no., t. d. húsið mitt, barnið mitt.
Ekki er minnst á orðasambönd af þessu tagi, þar sem útilokað er að nota ákv. gr.
(álit mitt, sonur minrí). Slíkar orðskipanir eru að sjálfsögðu mjög algengar í ís-
lensku og reglur um notkun ákv. gr. í stórum dráttum skýrar. Því hefði verið
full ástæða til að minnast á þetta atriði, og því fremur sem hér er enn um að ræða
atriði, sem veldur útlendingum erfiðleikum.
Á bls. 64-65 fjallar MP m. a. um notkun sterkrar og veikrar beygingar lýsingar-
orða og segir m. a., að sterk beyging sé notuð, er lo. stendur hliðstætt með nafn-
orðum án greinis (góður maður), en í ritmáli megi þó stöku sinnum (gelegentlich)
finna sterka beygingu lo. með no. með ákv. gr. (blátt hafið). Hér er e-ð málum
blandið, en þessa túlkun er þó raunar einnig að finna hjá Stefáni Einarssyni (1949:
116). Orðasambönd eins og blátt hafið, grár himinninn og holóttur vegurinn eru
vissulega ekki bundin við ritmál. Sannleikurinn er sá, að hér er um kerfisbundinn
mun að ræða, þar sem lo. vb. + no. ákv. gr. (veika barnið (en ekki hitt)) felur í
sér samanburð, en lo. sb. + no. ákv. gr. er altækrar (absolut) merkingar (veikt
barnið=barn sem er veikt). Þar sem menn hafa yfirleitt aðeins eitt nef — og
samanburður því í hæsta máta óeðlilegur — getum við aðeins sagt: Hann nuddaði
á sér bólgið nefið. Hér er ekki um neitt ritmál að ræða, og ótækt er að segja:
Hann nuddaði á sér bólgna nefið, nema um einhvern tvínefja mann sé að ræða.
Þegar fjallað er um eignarfornöfn, er engin grein gerð fyrir notkun afturbeygðra
eignarfornafna, hvorki innan setningar né milli setninga, ekki gerð grein fyrir
notkun þeirra miðað við önnur eignarfornöfn í 3. p. et./flt. Þetta er þeim mun
bagalegra sem rétt notkun afturbeygðra eignarfornafna vefst sennilega hvað
lengst fyrir útlendingum, er leggja stund á íslensku.
Annað atriði, sem lengi vefst fyrir útlendingum, er læra íslensku, er notkun
þolmyndar, einkum ópersónuleg þolmynd, þ. e. þm. af sögnum er taka þgf./ef.
andlag og þm. af setningum með forsetningar- og atviksliðum. Átt er við þm.-
setningar, þar sem þgf./ef. andlag gm.-setningar helst óbreytt í þm.:
(1) a Hann kenndi stráknum (gm.)
b Stráknum var kennt (þm.)
(2) a Hann saknaði stráksins (gm.)
b Stráksins var saknað (þm.)
Enn fremur er átt við dæmi, þar sem fl. eða al. geta staðið framan við þolmyndar-
sögn eins og í (3)b og (4)b — eða þá að þar getur staðið það eins og í (3)c og (4)c:
(3) a Þeir sváfu í hlöðunni (gm.)
b í hlöðunni var sofið (þm.)
c Það var sofið í hlöðunni
(4) a Hann svaf lengi (gm.)
b Lengi var sofið (þm.)
c Það var sofið lengi