Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 194
192
Ritdómar
(53) a *Jón er sennilegur að hafa farið
b *Jón er líklegur að hafa farið
c *Jón er ósennilegur að hafa farið
Við fyrstu sýn gæti virst svo sem þetta bendi eindregið gegn því að ástæða sé til
að gera ráð fyrir því að setning eins og (48) hafi að baki sér djúpgerð með frum-
lagssetningu með virðast sem myndi þá krefjast skyldubundinna aðgerða til að
koma réttu lagi á yfirborðsgerðina.
En HÞ sér samt ástæðu til þess að gæla við þessa hugmynd. Ástæðurnar sem
hann nefnir á bls. 412-13, eru tvær, auk þess lærdóms, sem hann dregur af þeim
„typical raising arguments" sem áður var minnst á. Annars vegar eru hin merk-
ingarlegu rök, að svo virðist sem hið „lógíska" frumlag með virðast í (48) sé
ekki Jón, heldur yrðingin Jón fara heim. Hin röksemdin er „algildisröksemd"
(„a universal one“). Ef gert sé ráð fyrir að mál „velji“ reglur úr hópi mögulegra
setningareglna, og meðal þessara mögulegu reglna væri reglan „subject-to-subject
raising", þyrfti að vera hægt að lýsa þeirri reglu á almennan, algildan hátt. Ef
það kæmi t. d. í Ijós að „subject-to-subject raising" er almennt þannig að hún
lyftir frumlagi úr frumlagssetningu mætti halda því fram að æskilegt væri að
leiða íslenskar setningar á borð við (48) af setningum þar sem yrðingin Jón hefur
farið heim væri frumlag en ekki eitthvað annað. Satt að segja finnst mér þessar
röksemdir heldur léttvægar og í heild vantar talsvert á að þær sannfæri mig um
nytsemd „subject-to-subject raising" í íslenskri setningarfræði. HÞ virðist líka sjálf-
ur frekar hallast að því að setningar eins og (48) séu leiddar af formgerð þar sem
sögnin virðast hefur ekkert frumlag en „á eftir“ henni fer setning sem e .t. v. hefur
svipaða stöðu og sagnfylling — þ. e. eitthvað í þessa átt (þar sem 0 væri tákn
fyrir tóman frumlagslið):
(54) 0 virðist [Jón hafa farið heim]
Hér væri Jón-i þá lyft upp í tóma frumlagssætið með virðast (sú sögn getur líka
haft þgf. í frumlagssæti) úr setningu sem ekki hefði frumlagsstöðu sjálf í djúp-
gerðinni. Greining af þessu tagi á víst rót sína að rekja til hugmynda frá Bresnan
(1972), en vangaveltur HÞ um þetta atriði þykja mér allar heldur óljósar og of
langt mál yrði að rekja þær hér.
Mig langar hins vegar að leggja svolítið út af þeirri röksemd sem HÞ nefnir
um röklegt (lógískt) frumlag og áður var getið um. I þessu sambandi mætti minna
á setningar eins og:
(55) 1 Jón getur dottið
sem er ólík setningum eins og
(55) 2 Jón getur lyft síeininum
m. a. að því leyti að hægt er að segja að hið „lógíska" (?) frumlag með geta sé
í (55)1 ekki Jón, heldur öll „yrðingin“ Jón detta, þ. e. a. s. hún merkti það sama
og ef sagt væri:
(56) Að Jón detti, getur gerst
Það er alveg á mörkunum (svo ekki sé meira sagt) að romsa eins og (56) geti gengið