Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 9
Valerij Pavlovic Berkov
(1929-2010)
Meðal rússneskra fræðimanna sem lagt hafa stund á íslensku og íslensk
fræði gnæfa tvö nöfn: Mikhaíl Ivanovic Steblin-Kamenskij og lærisveinn
hans, Valerij Pavlovic Berkov, á Islandi einna kunnastur fyrir íslensk-rúss-
neska orðabók sem kom út 1962. I ritaskrá hans eru yfir 200 verk (þar af
um 20 bækur) og eru þá ekki með taldar þýðingar (m.a. Njála).
Valerij Berkov lést í Ósló 29. október 2010. Hann var fæddur í Lenin-
grad 11. ágúst 1929, sonur Pavels Naúmovic Berkovs, þekkts prófessors í
klassískum rússneskum bókmenntum. Fjölskyldunni auðnaðist 1942 að
rýma hina umsetnu borg og dvaldi flest stríðsárin í sovéska sambandslýð-
veldinu Kirgisistan (Kirgisíu). Þar kviknaði áhugi Berkovs á Noregi og
norrænum tungumálum. Þessu lýsir hann í óbirtu ágripi af sjálfsævisögu
sem hann hóf að rita á norsku, Vár bestjálne generasjon, sbr. minningar-
grein um hann í 3. hefti Tímarits Máls ogmenningar 2011.
Eftir stríð hóf Berkov nám við nýstofnaða norrænudeild Leningrad-
háskóla undir forsæti Steblin-Kamenskijs. Forníslenska var skyldunám
fyrir alla sem lögðu stund á norræn mál við stofnunina, en þeir fræða-
feðgar lögðu einnig stund á nútímaíslensku og náðu undraverðum tökum
á málinu löngu áður en þeim auðnaðist að stíga fæti á íslenska grund.
Þegar Steblin-Kamenskij lét af störfum sem yfirmaður norrænudeildar-
innar árið 1978 varð Berkov eftirmaður hans.
Af ritaskrá Berkovs má ráða að í fyrstu lét hann hrífast af þeim straum-
um í málvísindum sem þá þóttu hvað nýstárlegastir, svo sem vélþýðingum
og stærðfræðilegum málvísindum. En fljótlega beinist áhugi hans æ meir að
orðabókafræðum eða lexíkógrafíu og það eru störf hans á sviði orðabóka-
gerðar og orðabókafræði sem öðru framar halda nafni hans á loft. Orða-
bókafræði hafði löngum verið lítils metin og orðabókagerð naumast talin til
fræðigreina, enda kenndi þar margra misjafnra grasa.
Berkov gerði sér snemma ljóst mikilvægi góðra orðabóka fyrir mála-
nám og málnotkun.1 Fræðileg umfjöllun hans um þessa grein málvísinda
1 Sjá grein Helga Haraldssonar Personen Valerij Pavlovitsj Berkov í Berkovsbók, bls.
12—13. Irnpeto Publishers, Moskvu, 1996.