Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 11
9
Valerij Pavlovic Berkov
fræði Berkovs. Eitt af kjörorðum hans var hámarksupplýsingar á lág-
marksrými. „Eg barðist fýrir hverjum sentimetra," sagði hann í erindi um
samningu Rússnesk-norskrar orðabókar. Að þessu leyti er Berkov verðug-
ur fulltrúi tímabils í sögu orðabóka sem er e.t.v. senn á enda runnið. Hann
og Steblin-Kamenskij voru jafnframt fjölfræðingar af þeirri gerð sem nú
þekkist vart lengur á tímum síaukins upplýsingaflæðis og sérhæfingar.
Fræðasvið þeirra spannaði auk málvísinda einnig bókmenntir, bókmennta-
og menningarsögu. Báðir þýddu norrænar bókmenntir, einkum norskar og
(forn)íslenskar.1 2 Þegar Sovétríkin liðuðust sundur skrifaði Berkov margar
greinar fyrir norska og íslenska fjölmiðla um þá erfiðu umbrotatíma í
Rússlandi sem því fylgdu.3 Einnig samdi hann ásamt dætrum sínum það
sem kalla mætti ‘Handbók í rússnesku þjóðlífi fyrir útlendinga’ (Kak my
zivení). Eitt athyglisverðasta verk hans er lýsing allra núlifandi germanskra
tungumála, allt frá jiddísku til afrikaans (sjá Sovremennyegermanskie jazyki
1996 í ritaskrá). Hlutur íslensku er þar vissulega ekki fyrir borð borinn og
færeysku eru gerð góð skil, enda fannst honum Færeyjar hálfgerð horn-
reka á mörgum sviðum. Hann gerði Færeyjum síðan rækileg skil í grein-
inni ‘Eyða í norrænum fræðum’ (Beloe pjatno skandinavístiki, 2003). Ut-
tekt hans á Færeyjum minnir að sumu leyti á ferðasögu hans frá Fróni
1966, en hún birtist í hinu virta tímariti Notyj mir árið 1968 (sjá ritaskrá).
Það er mjög í samræmi við annað í fari Valerijs Berkovs að hann lét sér
umhugað um tungur í lífshættu, sbr. greinar á íslensku og ensku um vernd-
un deyjandi tungumála í Rússlandi (sjá undir 1996 í ritaskrá), auk greina
sem hann skrifaði um það efni á rússnesku. Hann taldi stöðu íslenskunnar
óvenju sterka þrátt fyrir fámennið, samanborið t.d. við frísnesku með nær
tvöfalt fleiri mælendur.
Vitaskuld hlotnaðist Berkov margvísleg viðurkenning fyrir störf sín.
Hann var félagi í norsku vísindaakademíunni sem og þeirri frísnesku;
1 Það gefur nokkra hugmynd um faglegt víðfeðmi Berkovs að grípa af handahófi
niður í listann yfir þær dr.art-ritgerðir sem hann var leiðbeinandi fyrir. íslenskuð heiti
nokkurra þeirra eru: ‘Viðtengingarsetningar í nútímanorsku’, ‘Málfræðistol (agrammat-
ismi) í máli og tali’, ‘Túlkun sérþjóðlegra menningarþátta við þýðingar’, ‘Gerðir metoným-
ískrar yfirfærslu og kerfun þeirra á grundvelli ensku’, ‘Orðaröð í hollensku’, ‘Syntetískir og
analýtískir tjámiðlar í nútímasænsku’, ‘Frasaklisjur og lexíkógrafísk meðhöndlun þeirra’,
‘Orðasambönd í tvímálaorðabókum’, ‘Sérkennandi orðatiltæki (idiom) í landsháttalýsingu’
(Landeskunde), svo að eitthvað sé nefnt.
3 Perstrojkaen i Sojvet og norskunderwisningen (Bergens Tidende 1990), Hvorhen
Rusland? (Jyllands-Posten 1992), Hugarfarið helzt óbreytt (Morgunbladið 1992), Quo vadis,
Rússland? (Morgunblaðið 1992), Men sovjetmennesket vil leve lenge (Aftenposten 1992),
Homo sovieticus. Sovjetmánniskan finns kvar i Ryssland (Göteborgs-Posten 1992).