Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 12
io Helgi Haraldsson
einnig í orðabókadeild rússnesku raunvísindaakademíunnar (svo!); fyrir
rússnesk-norsku orðabókina fékk hann 1994 fyrstu verðlaun Pétursborgar-
háskóla fyrir fræðirit. Bæði Noregskonungur og forseti Islands festu á
hann orður.4
Tæpast verður svo skilið við persónuna Berkov að ekki sé minnst á
samræðusnillinginn og grallaraspóann Valerij. Hann var ótæmandi sagna-
þulur og á góðri stund reiddi hann fram rússneska kerskni, oft safaríka og
krassandi. Hins vegar fyrirleit hann stofnanamál á hvaða tungu sem var.
Af slóttugri hrekkvísi samdi hann (undir höfundarnafninu Walter Paulsen
Bjerke) formúlutöflu handa þeim sem vildu skrifa texta á ósviknu norsku
stofnanamáli og kallaði verbalisator og hefur sá reynst furðu nothæfur til
skopstælinga.5
Öll skrif Berkovs um Island og allt sem að því lýtur bera vitni um vænt-
umþykju blandna undrun.6 Þetta á bæði við um fólkið (sbr. áðurnefnda
grein hans í Novyj mir 1968), menningu og sögu — og ekki síst tungu-
málið. I áðurnefndri grein um furður íslenskrar menningar veltir hann
m.a. fyrir sér kveðskap fornmanna. Hann rekur helstu einkenni þessarar
ljóðlistar (hann hefur aðallega í huga dróttkveðinn skáldskap) og veltir
fyrir sér spurningum eins og „Hvernig varð þessi kveðskapargrein til, hvað
var undanfari hennar og hvernig fóru menn að því að yrkja svona?“
Og það „undir svo flóknum bragarháttum að enga hliðstæðu er að finna
í gjörvallri sögu heimsbókmenntanna“.
Nokkur rit Valerijs Berkovs
1962 íslenzk-rússnesk orðabók. Samið hefur Valerij P. Berkov með aðstoð Arna
Böðvarssonar. Gosudarstvennoe izdatel’stvo inostrannykh i nacional’nykh
slovarej, Moskvu. [1032 bls.]
1968 Islandija — bez gejzerov. [‘Island hið hveralausa.’] Noiyj mir 1968, bls. 198-
210.
4 Sjá nánar í TímaritiMálsogmenningar, 3. hefti 2011.
5 Sjá Hvordan skrive et 0pp tu deit norsk. Filologen 4, 1998, bls. 19, sbr. vefslóðina
http://www.filologen.no/?p=464.
6 Fyrir þessum jákvæða áhuga á íslensku og (forn)norrænu samfélagi er gömul hefð í
Rússlandi. Hann vaknaði á keisaratímunum, lá að vísu í dvala á Stalínstímanum en blómg-
aðist aftur eftir 1950. Þetta gerðist þrátt fyrir þá fordæmingu á flestu vestrænu sem annars
gegnsýrði alla sovéska umræðu, sjá m.a. greinar Árna Bergmanns í Skími: Niðjar Óðins,
hetjur og skáld (Haust 1995) og Norðan við kalt stríð. Islensk menning og samfélag í
Sovétríkjunum (Vor 1998).