Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 16
14 Halldór Ármanrt Sigurðsson
Gunnar var fjölhæfur og fjölþættur maður. Hann var mikill tungu-
málagarpur, hafði listrænar gáfur og var snjall tölvumaður og „vefmeist-
ari“. Það kom sér afar vel þegar halda þurfti ráðstefnur og fundi — Gunnar
tók ævinlega að sér að sjá um að koma upp viðeigandi vefsíðum af stakri
natni. Hann gat átt það til að vera hvatskeytislegur og það var aldrei nein
lognmolla í kringum hann. En það sem einkenndi hann þó öðru fremur
var glaðværð og greiðvikni. Hann sagði alltaf einfaldlega bara „já“ þegar
hann var beðinn um greiða.
Fyrst og fremst var Gunnar þó snjall málvísindamaður. Doktorsritgerð
hans, Oblique Subjects and Stylistic Fronting in the History of Scandinavian
and English: The Role of IP-Spec, fjallar að meginstofni til um aukafalls-
frumlög og stílfærslu. Þetta er talsvert sérstakt verk að því leyti að þar er
borið víða niður og beitt margvíslegum aðferðum, bæði kennilegum og
empírískum. Gunnar ber þarna saman sögulega þróun aukafallsfrumlaga
og nefnifallsandlaga annars vegar og sagnarfærslu og stílfærslu hins vegar,
í öllum norrænu málunum og ensku. Sjónarsviðið er því breitt, bæði í tíma
og rúmi. Einna nýstárlegust er umfjöllun Gunnars um eldri dönsku (aðal-
lega forn- og miðdönsku í textum frá því seint á 12. öld fram til um 1550),
afar torsótt efni. A meðal þess sem mér þykir hvað forvitnilegast í niður-
stöðum Gunnars er að ýmislegt bendir til þess að forndanska hafi haft
aukafallsfrumlög að „íslensku lagi“ og að forn- og miðdanskri stílfærslu
svipaði mjög til íslenskrar stílfærslu.
Helstu rannsókarefni Gunnars voru einmitt stílfærsla, sagnarfærsla,
fallmörkun og beygingarsamræmi. Um þessi og önnur viðfangsefni birti
Gunnar allmörg verk, þar á meðal greinar í alþjóðlegum ritrýndum tíma-
ritum. Auk þess ristýrði Gunnar ásamt öðrum safnriti um beygingarsam-
ræmi sem gefið var út af Mouton í Berlín. Þrátt fyrir ungan aldur var
Gunnar því ötull og afkastamikill fræðimaður.
Eins og meðfylgjandi úrval úr ritaskrá Gunnars ber með sér lét Gunn-
ari vel að vinna með öðrum. Hann tók mikinn þátt í skandinavísku sam-
starfi málfræðinga, vann að ýmsum rannsóknarverkefnum með öðrum og
skipulagði ráðstefnur og fræðafundi. Auk þess sat Gunnar í stjórn Evrópu-
samtaka generatífra málvísindamanna (GLOW) og var vefstjóri samtak-
anna. Gunnar flutti og marga tugi fýrirlestra í boði háskóladeilda og á
ýmiss konar ráðstefnum og er það eitt með öðru sem lýsir dugnaði hans og
hæfni.
Það er mikill sjónarsviptir að Gunnari Hrafni Hrafnbjargarsyni og
þungbært að horfa á eftir slíkum afbragðsmanni á svo ungum aldri.