Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 23
Orðmðuögnin er það ekki
21
3. D: hæ
4. C: hvað segirðu
5. B: ((hlær))
6. A: allt fint en þú
7. C: (x)
8. A:-» vá hvað er flott á þér hárið
9. C:-» já er það ekki
(ÍSTAL 04-730-07)
Augljóst er af þessum dæmum að orðasambandið er það ekki hefur enga
orðmerkingu (lesmerkingu), það eykur engu við inntak segðarinnar sem
það er hnýtt aftan við, sbr. (í), eða er svörun við, sbr. (2). Hlutverk erþað
ekki er alfarið samskiptalegt og það er notað eins og greint hefur verið frá
sem ein órjúfanleg heild, nánar tiltekið sem orðræðuögn (e. discourse par-
ticle). Orðræðuagnir hafa enga eiginlega merkingu heldur eru þær eins
konar merki sem málnotendur nota til að stýra gangi samtals og skapa
túlkunarramma fyrir það sem þeir segja, þ.e. gefa vísbendingar um hvernig
skilja á segð og bregðast við. Þetta er annað meginhlutverk orðræðuagna
og það sem á við hér. Hitt meginhlutverkið er að gefa til kynna afstöðu eða
sjónarhorn mælanda til þess sem sagt er (sbr. Lindström 2008:78—81; sjá
einnig Schiffrin i987:4i).4
í þessari grein verða þau tvö meginhlutverk orðræðuagnarinnar er það
ekki sem hér hefur verið lýst með dæmum (1) og (2) tekin til athugunar út
frá sjónarhorni samskiptamálfræði (e. interactional linguistics). Þar sem
hlutverk orðræðuagna er samskiptalegt verður það ekki vel skýrt nema
með greiningaraðferðum slíkrar fræðikenningar sem gengur út frá samtal-
inu sem ferli sem þátttakendur stýra með mállegum samskiptum sínum.
Auk almennrar kynningar á nokkrum mikilvægum þáttum í eðli samtala
og hlutverki einstakra máleininga í því sambandi verður einkum leitast við
að svara eftirfarandi spurningum sem lúta að orðræðuögninni erþað ekki:
(3)a. Hver eru meginhlutverk orðræðuagnarinnar er það ekki í samtölum?
b. Hvaða máli skiptir staðsetning agnarinnar innan rununnar, þ.e. hins
afmarkaða samtalsbúts, í því sambandi?
c. Hvernig er virkni hvors meginhlutverks háttað?5
4 Enga einhlíta skilgreiningu er að finna á orðræðuögnum en greining Lindströms
(2008) sem byggir á yfirgripsmikilli flokkun orðræðuagna í stóra finnska málfræðiyfirlit-
inu (Iso suomen kielioppi 2004) þótti henta efniviðnum vel hér. Helga Hilmisdóttir (2007)
hefur einnig notað þessa flokkun og aðlagað íslensku.
5 Orðið virkni er hér notað fyrir það grundvallarhugtak í samtalsfræðum sem nefnt er
function á ensku. Nokkur hefð er komin á notkun þessa orðs í fræðilegum skrifum um
samtöl, sjá Þórunni Blöndal (20052) og Þóru Björk Hjartardóttur (2006), og er þeirri hefð