Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Blaðsíða 30
28
Þóra Björk Hjartardóttir
agnanna getur þá verið fremst eða aftast í lotu, á undan eða eftir kjarna
lotueiningarinnar, og þær geta einnig staðið sem sjálfstæð lota. Standi þær
aftast í lotu eru þær eins konar endahnykkur á það sem sagt hefur verið,
en sem sjálfstæð lota gefa þær til kynna viðbrögð við fyrri lotu.12 Agnir af
fyrrnefnda taginu, í upphafi eða lokum lotu, kallast segðaragnir (e. utter-
ance particles) og þær síðarnefndu, þær sjálfstæðu, viðbragðsagnir (e. dia-
logue particles). Orðræðuögnin er það ekki í stöðu hala er því samkvæmt
þessu augljóslega segðarögn en þegar hún stendur sem sjálfstæð lota, sbr.
dæmi (2), fellur hún í flokk viðbragðsagna (sjá umfjöllun í 4. kafla) (sbr.
Lindström 2008; sjá einnig Helgu Hilmisdóttur 2007).
3.4 Áhrifasvið halans í rununni
Segðaragnir, sem aldrei geta staðið sjálfstæðar, eru alltaf vörpun á eitthvert
framhald og með þeim eru viðmælendum gefnar vísbendingar um hvernig
túlka beri segðina sem agnirnar tengjast. Með því að hnýta halanum er það
ekki aftan í lotu sína er mælandinn að varpa orðinu til viðmælanda, kalla eftir
undirtektum hans. Segja má að með því útnefini hann sjálfur næsta mælanda
en slíkar útnefningar eru liður í ákveðnu stigbundnu ferli, svokallaðri lotu-
úthlutun (e. tum allocatiorí), sem fer í gang á hverri skiptistöð og skýrir
hvernig lotuskipti eiga sér stað og hvaða möguleikar eru fyrir hendi hverju
sinni (sjá Sacks, Schegloff og Jefferson 1974; Steensig 2001:46-61).
Þetta hlutverk halans er það ekki að kalla eftir viðbrögðum verður eink-
ar ljóst í næsta dæmi þar sem stuttar þagnir í máli mælanda benda til að
vænst sé undirtekta hlustanda, sem láta hins vegar á sér standa, en þagnir
eru oft merki um að beðið sé eftir innleggi frá viðmælendum (sjá Steensig
2001:52, 65-66):
(6) Matsölustaður
1. A: hvenær fórum við við þangað þegar ég var stúdent eða
2. B: [ja ]
3. A: [nei] (.) þegar ég kláraði Kennó=
4 . B: =já það getur verið ég bara man það ekki (.) það er nú ekkert
5. mjög langt siðan eða svona
6. A: það var ábyggilega þegar ég kláraði Kennaraháskólann
12 Fremst í lotu eru agnir gjarnan eins konar undanfari eða fyrirboði þess sem mæl-
andi ætlar að segja um leið og tengt er við næstu lotu á undan. Sem dæmi má nefna heyrðu
á undan svari við spurningu og hérna á undan beiðni. Agnir sem standa sjálfstæðar, þ.e.
hvorki fremst né aftast í lotu, eru ekki í öllum tilvikum fullgildar samtalslotur heldur
stundum aðeins lágmarksviðbrögð hlustanda, svokallaðar endurgjafir (e. feedback, back-
channel, sjá nánar í 3.4).