Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Síða 31
Orðmðuögnin er það ekki
29
7 . þá fórum við
8. B: mhm
9. A:-> með mömmu og Steinunni (.) frænku (.) er það ekki
10. ((heyrist enn i krökkunum))
11. B:-> já ( . )
(ÍSTAL 01-112-04)
Rætt er um austurlenska matsölustaði og A rifjar upp hvenær þau hjónin
hafi borðað síðast á tilteknum stað og er einna helst á því að það hafi verið
þegar hún kláraði Kennó. Eiginmaður hennar, B, getur þó ekki staðfest
það með vissu (lína 4) en A heldur sig við það sem hún sagði og eftir að B
hefur gefið til kynna með endurgjöf að hann íylgist með (lína 8) bætir A
við lotueininguna liðnum með mómmu og Steinunni til að styrkja skoðun
sína og hressa upp á minni maka síns (lína 9). Hún fær hins vegar engin
viðbrögð og bætir þá við til nánari skýringar orðinu franku eftir smáþögn
en fær enga svörun heldur og grípur þá til þess að hengja aftan í halann er
það ekki eins og til að knýja fram viðbrögð sem og hún loks fær í línu 11
þegar B tekur undir og staðfestir orð hennar.
Stundum er hali prjónaður aftan við eftir að hlustandi hefur hummað
eða jánkað við því sem sagt var en slíkar endurgjafir sem skotið er inn í á
skiptistöðvum teljast ekki vera beinlínis framlag til samtalsins, og þar með
sjálfstæð lota af hálfu viðmælanda sem kallar á viðbrögð hins, heldur er
með þeim gefið til kynna viðkomandi sé með á nótunum og að mælandi
megi halda áfram (sbr. t.d. Lindström 2008:187).13 Þetta mætti túlka sem
svo að mælandi láti sér ekki nægja endurgjöf sem undirtektir við orðum
sínum heldur vilji fyllri svörun og skeyti því halanum erþað ekki aftan við,
enda sýna langflest dæmin í efniviðnum að halinn kallar fram fullgilt svar.
Reyndar verður í þessum tilvikum yfirleitt skörun á máli viðmælenda, þ.e.
báðir tala í einu, en slíkt er alvanalegt með endurgjafir og eitt af helstu ein-
kennum þeirra (sbr. Lindström 2008:187—188; Green-Vánttinen 2001).
Málkunnátta hlustanda gerir það að verkum að hann skynjar að niðurlag
lotunnar nálgast með skiptistöð þar sem hægt er að skjóta inn endurgjöf
en tímasetningin er hins vegar ekki hárnákvæm og endurgjöfin lendir því
ekki því alveg á skilunum, hún kemur of fljótt og ofan í orð hins (sbr.
Steensig loov.Sy).14 Þetta má sjá í næsta dæmi:
13 Þetta er mun fátíðara en að halinn er það ekki fylgi alveg í kjölfarið á segðinni, sbr.
dæmi (1), (4) og (5), eða á eftir merkjanlegri þögn á undan hala, sbr. dæmi (6). Aðeins um
20% dæma um hala í efniviðnum reyndust af þessu tagi.
14 Málkunnátta vísar til þeirrar ómeðvituðu þekkingar sem sérhver málnotandi hefur
á formgerð móðurmáls síns, þ.e. hvernig setningar eru byggðar upp af einstökum setn-
ingaliðum, en eins og fram kom í 2. kafla samsvara lotueiningar setningaliðum.