Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 43
4i
Orðmðuögnin er það ekki
ögninni er það ekki að sé einmitt það sem hann hafi átt við og hafi verið að
reyna að koma orðum að. Þetta má setja upp á eftirfarandi hátt sem þriggja
liða runu (sbr. Svennevig 2007):
(17) A: Lætur óbeint í ljós skoðun eða imprar á henni
B: Túlkar eða útfærir skoðun
A: (já) er það ekkí
B: Qúyi
Orðræðuögnin er það ekki er því ekki aðeins notuð til að gefa til kynna
jákvæðar undirtektir við orðum viðmælanda heldur er hún enn fremur í
mörgum tilvikum eins konar móttökumerki mælanda um að það sem hinn
lagði til málanna samræmist hans eigin skilningi eða sjálfstætt mótuðum
skoðunum sem hann ýmist hefur ýjað að áður, sbr. dæmi (15) og (16), eða
kemur á framfæri síðar í samtalinu, sbr. dæmi (14). I því felast þá einnig
skilaboðin að báðir deili sömu sýn sem hinn tekur oftast undir með svar-
inu jú á móti. Sá sem mælir orðin erþað ekki hefur því ekki á nokkurn hátt
víkjandi stöðu í samtalinu sem meðleikari, eins og sá sem samsinnir aðeins
því sem hinn segir, heldur stendur honum jafnfætis því hans eigin for-
sendur eða mat búa að baki undirtektunum. I sumum tilvikum má jafnvel
segja að hann sé sá sem hafi yfirhöndina þar eð hann „stimplar“ eða kvitt-
ar fyrir að hinn aðilinn hafi túlkað orð hans eða hugsun rétt, sbr. dæmi (15)
og (16).
Þetta væri þá hliðstætt við það sem Svennevig (2007, 2008) í greiningu
sinni á orðræðuögninni ikke sant í norsku (en margt í virkni hennar svipar
til erþað ekki) kallar epistemiskautoritet, sem kalla mætti þekkingarlegt tilkall
á íslensku. Með því á hann við að mælandinn hafi (2008:5) »egne forutgá-
ende kunnskaper eller holdinger som grunnlag for enigheten“ og í sam-
þykki hans felist því „uavhenginge grunner for á mene det han eller hun
gj0r“. Schegloff (19960) er á svipuðum nótum þar sem hann fjallar um
endurtekningar sem þjóna því hlutverki að staðfesta að viðmælandi hafi
útfært réttilega óbeinar vísbendingar mælanda og komið orðum að því sem
hann vildi sagt hafa. Hann gengur skrefi lengra og segir að með slíkum
endurtekningum staðfesti mælandi ekki einungis að viðmælandi hafi skilið
sig rétt heldur gefi einnig til kynna að um túlkun viðmælanda á orðum
sínum sé að ræða, eða sagt með orðum Schegloffs sjálfs (19960:181): „The
repeat confirms the allusion, and confirms it as an allusion", þar sem hug-
27 Sviginn er til að tákna að þetta er valkvætt þótt hvorttveggja sé til staðar í lang-
flestum dæmunum um samtöl af þessari gerð eins getið var hér að framan í 4.2.