Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 45
Orðmðuögnin er það ekki
43
hlutverk að tengja það sem á eftir kemur við það sem áður hefur sagt verið
(sjá Þóru Björk Hjartardóttur 2006:25; Steensig 2001:213—228) í þessu
tilviki má segja að um hvorttveggja sé að ræða þótt tengingin við upp-
lýsingar sem fram hafa komið áður sé yfirsterkari. B samþykkir hér mat A
á eftirréttinum, eftir að hún hefur bragðað á honum, mat sem A hefur látið
í ljós fyrr í samtali þeirra. A bregst við þessum síðtilkomnu undirtektum,
sem eðli málsins samkvæmt hefðu ekki verið heiðarlegar fyrr en að
smökkun lokinni, með því að samsinna, er það ekki, og hnykkir þar með
um leið á fyrri ummælum sínum um réttinn. I orðanna hljóðan felst því í
merkingin „alveg eins og ég sagði þér“. B skýrir svo nánar afstöðu sína í
línu 5 og innsiglar þar með að þær séu á einu máli um bragðgæði eftirrétt-
arins.
Það samskiptaferli sem hér hefur verið greint frá er því á þessa leið,
sbr. líka (17):
(19) A: Lætur í ljós skoðun
B: Samþykkir skoðun
A: (já) er það ekki
B: Utfærir samþykki sitt
Munurinn á samskiptarununum eins og þær eru settar fram í hér í (19) og
(17) er sá að í (19) er um að ræða beina skoðun mælanda sem hann lætur
skýrt í ljós en í (17) imprar hann á eða ýjar að mati sínu en lætur ekki
afdráttarlaus orð þess efnis falla. I báðum tilvikum tekur viðmælandi B
undir og með orðunum (já) er það ekki kvittar A fyrir að B hafi skilið sig
rétt og segja má að hann geri þar með um leið þekkingarlegt tilkall til þess
sem um er rætt. Þessi aðgreining á beinum (19) og óbeinum (17) skoðun-
um er sótt til Svennevig (2007, 2008) sem greinir á svipaðan hátt sam-
skiptaferlið í umfjöllun sinni um ikkesant í norsku eftir því hvort um er að
ræða „egen tidligere ytring" eða „implisitt poeng“.
Ekki er þó alltaf unnt að rekja samþykki það sem felst í ögninni er það
ekki til endurstaðfestingar á eigin fyrir fram mótuðum skoðunum mæl-
anda þar sem engar umfram vísbendingar þess efnis er að finna í sjálfu
samtalinu, sbr. dæmi (10) og (13). í þeim tilvikum á því frekar við hin ein-
falda greining á samskiptaferlinu sem sett var fram í (i2a) og tók einkum
til samkenndar og samstöðu. í meirihluta þeirra dæma í efniviðnum sem
lagður var til grundvallar rannsókn þessari má þó fullyrða að um hið fyrr-
nefnda sé að ræða, þ.e. endurstaðfestingu. Auk dæma af því tagi sem hér
hafa verið rædd sýna svonefnd spurnardæmi, sbr. (i2b), sem endurtekið er
hér sem (20), þessa virkni einnig glögglega.