Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 49
47
Orðmðuögnin er það ekki
Stúlkan A hefur verið fengin til að taka upp samtal á kaffistofunni á vinnu-
stað sínum. Vinnufélagarnir ræða um sjálft upptökutækið sem er lítið og
meðfærilegt „mínídisktæki". Talið best að því hvernig það er notað til
hlustunar og í því sambandi nefnir A tæki sem hún hafi séð auglýst en
virðist ekki muna í svipinn hvort væri aðeins ætlað fyrir upptökur eða til
hlustunar líka (línur 4 til 7). F segist fyrst ekki vita hvort heldur er en
kveður svo upp úr með að það sé aðeins ætlað til afspilunar (lína 10). Vissa
hans er þó ekki sterkari en svo að hann dregur aftur í land (lína 13) eftir að
A hefur tekið undir þau orð hans í línu 11 með orðræðuögninni er það ekki
um að svo hljóti að vera. Draga má því ályktanir af þessum orðum A að
hún hafi frekar talið að umrætt tæki væri ætlað til afspilunar, þó að hún
hafi fyrst ekki verið alveg viss í sinni sök, og því endurstaðfest það með
ögninni er það ekki, þótt vissulega sé ekki hægt að benda á eins sterk rök
fyrir því og í dæmunum tveimur á undan.
5. Niðurlag
Hér hefur verið fjallað um notkun orðræðuagnarinnar erþað ekki í óform-
legu töluðu máli, nánar tiltekið sjálfsprottnum vinasamtölum, með það að
markmiði að kanna á hvern hátt hún er notuð. Leitað var svara við því hver
væru meginhlutverk agnarinnar í samtölum, hvort staða hennar innan
samtalsrununnar skipti máli í því sambandi og síðast ekki en ekki síst hver
virkni agnarinnar væri, þ.e. hvaða áhrif hún hefði á gang samtalsins og
skilning viðmælenda og túlkun á því sem um er rætt, sbr. (3) í 1. kafla.
Eins og með orðræðuagnir almennt hefur er það ekki enga eiginlega
innbyggða orðmerkingu heldur gegnir alfarið samskiptalegu hlutverki í
samtölum fólks. Ögnin erþaðekki er eins konar merki til viðmælenda um
túlkun og viðbrögð við innihaldi þess sem sagt hefur verið. Með notkun
hennar er skírskotað til sameiginlegrar sýnar viðmælenda á umræðuefnið
og þeir finna þannig ákveðinn samhljóm með orðum sínum. Ögnin er því
tákn um samkennd þátttakenda í samtalinu.
Orðræðuögnin er það ekki er ýmist notuð á þann hátt að mælandi kall-
ar eftir undirtektum viðmælenda við orðum sínum eða hann tekur undir
það sem annar sagði. I fyrra tilvikinu hengir mælandi ögnina aftan við segð
sína sem eins konar hala í framlengdum enda lotueiningarinnar í lokulot-
um, sbr. dæmi (1). I þeirri stöðu er erþað ekki því dæmigerð segðaögn en
slíkar agnir standa aldrei sjálfstæðar í lotu heldur eru ætíð bundnar því sem
á undan fer eða eftir. I síðara tilvikinu stendur ögnin ein og óháð (með eða
án undanfarandi ja) í sjálfstæðri lotu sem viðbrögð mælanda við undan-