Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 50
48
Þóra Björk Hjartardóttir
genginni lotu annars þátttakanda í samtalinu, sbr. dæmi (2), og heyrir sem
slík til flokks viðbragðsagna.
Þótt ögnin er það ekki hafi þetta tvíeðli allt eftir stöðu sinni innan sam-
talsrununnar sem hér hefur verið lýst byggist þó túlkun á virkni agnarinn-
ar í samtalinu fremur á áhrifasviði hennar en staðsetningu, eins og lýst var
í köflum 3.4 og 4.2. Ahrifasvið halans er ávallt undangengin segð sama mæl-
anda óháð því hvort viðmælendum tekst að skjóta inn endurgjöf. Ofugt
gildir um viðbragðsagnir: Ahrifasvið þeirra er segð þess sem síðast mælti.
Með hala biður mælandi annað hvort um staðfestingu hlustanda á
sannleiksgildi segðarinnar eða hann leitast við að fá hann á sitt band sé. I
báðum tilvikum sækist mælandi eftir því að fá viðmælanda til að taka undir
með sér og gerir sér væntingar um að svo verði.
Virkni orðræðuagnarinnar er það ekki sem viðbragðsagnar í stöðu
sjálfstæðrar lotu er eins og spegilmynd af virkni halans: Mælandi tekur
undir orð viðmælanda, lýsir sig sammála þeim. Stundum er um einfaldar
eða beinar undirtektir að ræða og mælendur finna þannig samhljóm með
orðum sínum, sbr. dæmi (10) og (13). En oftar en ekki eiga undirtektir
mælandans sér dýpri rætur en virðist við fyrstu sýn. Eins og sýnt var fram
á grundvallast undirtektirnar þá á eigin fyrir fram mótaðri afstöðu mæl-
andans til umræðuefnisins: afstöðu sem hann ýmist hefur ýjað að eða látið
í ljós á óbeinan hátt fyrr í samtalinu, sbr. dæmi (15) og (16); afstöðu sem
ljóst er af því sem á eftir fer í samtalinu að hann hefur þegar myndað sér,
sbr. dæmi (14); eða afstöðu sem nokkurn veginn er víst að hafi komið fram
í samtali áður en upptakan hófst, eða jafnvel utan þess, sbr. dæmi (18).
I slíkum tilvikum er orðræðuögnin er það ekki í raun endurstaðfesting
á eigin skoðun fremur en einungis óvirkar undirtektir við orðum viðmæl-
anda, orðum sem ber þá frekar að líta á sem túlkun eða samþykki þess sem
komið hefur fram í samtalinu áður beint eða óbeint, sbr. greininguna á
samskiptaferlinu í (17) og (19). Mælandinn á því í raun síðasta orðið um
leið gerir hann þekkingarlegt tilkall til þess sem um er rætt því hann hefur
sínar eigin óháðu ástæður til að taka undir með viðmælandanum. A þessu
hnykkir hann með orðunum er það ekki.
Þessi virkni verður einkar ljós í þeim dæmum þar sem mælandi spyr
viðmælanda einhvers sem hann telur sig vita fyrir fram. Þegar hann fær þá
jákvæðu svörun sem hann vænti bregst hann við með ögninni er það ekki.
Með henni er spurningin innsigluð og jafnframt gefið til kynna að svarið
sé í samræmi við hald þess sem svo mælir, sbr. dæmi (21) og (22).
Þetta tvíeðli eða spegilvirkni orðræðuagnarinnar er það ekki sem kall
eftir viðbragði annars vegar og sem merki um viðbragð hins vegar er eftir-